Magnus Lindgren

Magnus Lindgren
Photographer
Till Bronner
Tilnefndur fyrir verkið „Nordic Big Band Inferno“

Magnus Lindgren er tilnefndur fyrir Nordic Big Band Inferno, glæsilega svítu fyrir stórsveit og kór en hún var tilbúin í núverandi mynd árið 2016. Magnús sækir innblástur í sögu sem hann skáldaði sjálfur. „Í ókominni framtíð þegar styrjöld brýst út á Norðurlöndum er skipaður her tónlistarfólks sem beitir djass og tónlist til að stilla til friðar milli þjóðanna.“

Magnus leikur sér með staðsetningu stórsveitarmanna í rýminu og áhrif hennar á tónlistina, spunann og samskiptin. Aðdráttarafl myndast þegar kórinn og stórsveitin mætast. Tvenns konar tónlist og hljóðfæraskipan, gjörólík menning og kraftur. Til viðbótar kemur einsöngvari og harpa.

Magnus Lindgren byggir verk sitt á spennandi sögu um Norðurlönd. Stórsveit, kór, harpa og einsöngvari eru nýtt til fullnustu til að segja söguna á einstakan, himneskan, stundum gamansaman en jafnframt smekklegan hátt. 
Nýstárlegir hljómar og dásamlegar laglínur einkenna verkið þar sem Magnus tekst að leiða saman gamla stórsveitarhefð og snilldarlegar nýjungar.

Öllu er vafið fallega inn í snotra öskju þar sem einleikarar og kór mynda gullbandið utan um gjafapappír prýddum stórsveitarmyndum.