Michala Petri

Michala Petri
Ljósmyndari
Sven Withfelt
Blokkflautuleikari

Michala Petri (fædd 1958) er einn af helstu tónlistarsnillingum okkar tíma og brautryðjandi hvað varðar hljóðfæri hennar, blokkflautuna. Mikilfengleg tónlistargáfa hennar, innlifun og nákvæmni hefur heillað áheyrendur um heim allan og hlotið lof gagnrýnenda á alþjóðavettvangi, tilnefningar og verðlaun.

Frá því að hún hóf feril sinn ellefu ára gömul hefur hún haft sinn eigin tjáningarstíl og hún hefur stöðugt og af mikilli framsýni unnið að því að færa út mörk hljóðfæris síns, hvort tveggja hvað varðar tækni og efnivið, og þar með fært þetta barokkhljóðfæri inn í 21. öldina og upp í hóp helstu einleiks- og samleikshljóðfæra okkar tíma. Tónskáld hvaðanæva að úr heiminum hafa skrifað meira en 130 verk sérstaklega fyrir hana, oft þannig að blokkflautan er sett í nýtt og óreynt samhengi og mörg með fullskipaðri sinfóníuhljómsveit eða tónleikakór. Nú, eftir að hafa haldið meira en fjögur þúsund tónleika og leikið inn á áttatíu geisladiska, er hún þróttmeiri en nokkru sinni fyrr og fæst við allt frá snemmbarokktónlist til tilraunaverka með raftónlist og spuna.