Naja Rosing-Asvid

Naja Rosing-Asvid
Photographer
Helle Nørregaard
Naja Rosing-Asvid: Aqipi – til sommerfest. Skáldsaga, Milik, 2014.

Aqipi – til sommerfest er falleg myndabók eftir Naju Rosing-Asvid.

Aqipi er lítill og vinalegur hjálparandi sem býr í heimum andanna, en kemur til mannheima þegar seiðmaðurinn kallar. Eitt sumarið kallar seiðmaðurinn á Aqipi til að aðstoða sig í söngkeppni gegn miklum bjarnarveiðimanni úr nágrannabyggð. Þótt aðrir hlæi að hinum litla hjálparanda er andlegur styrkur hans mikill og seiðmaðurinn fer því með sigur af hólmi.

Aqipi upplifir ýmislegt meðan á dvöl hans meðal mannfólksins í sumarverbúðinni stendur. Í eitt skipti munar litlu að hann verði fyrir ör. Þarna eru börn sem fara í mömmu og pabba-leik. Haldin er sumarhátíð með mat og trommudansi. Í samræmi við hefðina eru einnig sagðar ógurlegar veiðisögur, sem hafa gefið af sér glæsilegan verndargrip úr ísbjarnarkló. Frásögnin veitir nútímabörnum innsýn í menningararfinn – helgisiði, trommudans, matarmenningu, frásagnarhefð og einnig í veröld goðsagna, sem vekur forvitni barna og áhuga á að lesa og vita meira.

Höfundurinn Naja Rosing-Asvid hefur einnig myndskreytt bókina. Teikningarnar eru fallegar og auðugar af smáatriðum. Bókin segir á lifandi hátt frá gamalli menningu Grænlendinga og hentar börnum á ýmsum aldri. 

Naja Rosing-Asvid (f. 1966) er arkitekt að mennt og sjálfmenntuð myndlistarkona. Hún hefur gefið út þrjár barnabækur. Aqipi – den lille hjælpeånd kom út 2012. Ivalo og Minik kom út 2013. Árið 2014 var Naja Rosing-Asvid útnefnd menningarsendiherra sveitarfélagsins Sermersooq.