Plastic Change

Plastic Change
Photographer
Plastic Change
Samtök með aðsetur í Danmörku sem beita sér gegn plastmengun í sjó.

Plastic Change hlýtur tilnefningu fyrir að hafa virkjað stjórnmálafólk, almenning og plastiðnaðinn til að skapa lausnir í tengslum við plastmengun hafsins, bæði innanlands og alþjóðlega. Markmið Plastic Change eru að skrásetja, miðla og leita lausna. Herferð Plastic Change undir yfirskriftinni „Drikkevatn uden Mikroplastik, tak“ (Drykkjarvatn án örplasts, takk) varð til þess að umhverfisráðherra Danmerkur ákvað að láta kanna ástand drykkjarvatns í landinu. Á árinu 2017 horfði yfir 51 milljón manna á stuttmynd samtakanna um plast. Samstarf við önnur samtök og atvinnulífið er snar þáttur í starfi Plastic Change. Þess sér meðal annars stað í sýniverkefnum þar sem plastúrgangur úr hafinu er nýttur í nýjar vörur.

Meiri upplýsingar