@plastic not so fantastic - Grænland

@plastic not so fantastic sýnir á aðgengilegan og nýstárlegan hátt hvernig má stofna fjöldahreyfingu á samfélagsmiðlum með því miðla þekkingu um mengandi áhrif einkum plasts á náttúru og umhverfi en einnig um mengun umhverfis og náttúru almennt.
Samfélagið eflir aðgerðir á þessum sviðum með miðlun þekkingar og ábendingum um nýjar leiðir til að nýta einkum plast og breyta á þann hátt neyslumynstri almennings í þágu umhverfis og náttúru. Hópurinn var stofnaður 2. janúar 2019 og telur nú 3.790 félaga.