Rec Alkaline Ltd (Finnlandi)

Rec Alkaline Ltd (Finland)
Ljósmyndari
Rec Alkaline
Breytir alkalískum rafhlöðum í hreinan snefilefnaáburð.

„Kröfurnar til verðlaunanna í ár eru þær að sigurvegarinn hafi lagt fram mikilvægan skerf til umhverfismála, út frá norrænu en einnig alþjóðlegu sjónarhorni.“

Rec Alkaline Ltd fær tilnefningu vegna þess að nýskapandi og einkaleyfð lausn fyrirtækisins fyrir endurnýtingu á alkalískum rafhlöðum, er fyllilega í samræmi við framangreindar kröfur. Fyrirtækinu hefur tekist að ná fram meiri endurnýtingu á alkalískum rafhlöðum en með hefðbundnum aðferðum. Jafnframt er endanlega varan hrein og eftirsótt auðlind á heimsmarkaði þar sem aukin þörf er á sinki og mangan í áburð fyrir matvælaframleiðslu í heiminum, t.d. ræktun á hrísgrjónum og korni. Sinkskortur er útbreitt heilsuvandamál í þróunarlöndunum sem Rec Alkaline getur átt þátt í að leysa með umhverfisvænni framleiðslu á sinki og mangan til áburðarframleiðslu.