Restarters Oslo (Noregi)

Restarters Oslo (Norge)
Photographer
Karoline Hippe
Hvetur fólk til að tileinka sér skapandi og félagslega viðgerðamenningu.

Restarters Oslo hlýtur tilnefningu vegna þess að sú hugmynd að gera almenningi kleift að gera við raftækin sín með aðstoð sjálfboðaliða með tækniþekkingu, er þess virði að styðja hana, og vegna þess að flytja má hugmyndina út til annarra landa og draga úr rafrænum úrgangi, koltvísýringi og umhverfiseitri. Almennt markmið Restarters Oslo er að hvetja fólk í Noregi til að gera við raftækin sín sjálft. Í þeim tilgangi hafa svonefndar Fiksefester (Viðgerðaveislur) verið kynntar til sögunnar og vakin athygli á því að fólki er gjarnt að líta á raftæki sem einnotavörur.