Seinabo Sey

Seinabo Sey
Ljósmyndari
Seinabo Sey
Seinabo Sey er á meðal þeirra 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2017.

Sænska söngkonan Seinabo Sey er fædd í Stokkhólmi árið 1990. Hún sló fyrst í gegn árið 2014 og er síðan orðin ein af skærustu tónlistarstjörnum heimalands síns. Fyrstu smáskífu sinni, hinni mögnuðu Younger, fylgdi Sey eftir með plötunni For Madeleine, sem tileinkuð var móður hennar. Í kjölfarið fór hún í uppseld tónleikaferðalög um Bandaríkin og Evrópu og kom fram í sjónvarpi víða um heim, hlaut Grammis-verðlaun sem nýliði ársins og óumdeildan sess sem næsta stóra poppstjarna Svíþjóðar. Gagnrýnendur hafa lýst tónlist hennar sem þyngdarlausri og töfrandi blöndu sálartónlistar og nútíma popps. Plötu hennar For Maudo(tileinkuð föður hennar, sem var virtur tónlistarmaður í Gambíu og Senegal) hefur verið lýst sem tónsmíð sem innihaldi einstaklega fallega tónlist.

Með óviðjafnanlegri rödd sinni og einstökum tjáningarmáta hefur Seinabo Sey fest sig í sessi sem alþjóðlegur listamaður til framtíðar.