SØS Gunver Ryberg

SØS Gunver Ryberg - foto Emil Hornstrup Jakobsen
Rökstuðningur
Undanfarinn áratug hefur Søs Gunver Ryberg markað sér sess sem ein sterkasta röddin á sviði danskrar raftónlistar.Auk útgefinna sólóverka, sem liggja líkt og rauður þráður gegnum feril hennar, hefur hún komið að fjölda samstarfsverkefna í leikhúsi og sviðslistum, hljóðinnsetningum, tölvuleikjum og kvikmyndum, og hlotið ýmis verðlaun og tilnefningar fyrir hljóðhönnun og kvikmyndatónlist í stórslysamyndinni Cutterhead.
Á plötunni Whyt 030 stefnir Ryberg saman gömlum og glænýjum verkum af ferli sínum. Ryberg er í nánum tengslum við raftónlistarhefðina en hefur um leið stíl sem er alfarið hennar eigin. Hún hefur sterkt vald á þeim tækjum sem hún semur tónlist sína á og blandar synþetískum hljómi við hljóð sem tekin eru upp utandyra. Í tónlist hennar blandast framtíðardystópískur og kvikmyndalegur hljóðheimur hávaðans við eirðarlausa, ögrandi takta með augnablikum af ljóðrænni fegurð og depurð. Þar glymur í senn fjarlæg fortíð og framtíð – mannfólk, náttúra og vélar – og endurómur okkar allra dýpstu vonar og ótta.
Tengill