Tilnefndir 2011

Danmörk

Brøchner Hotels

Hótelkeðjan Brøchner Hotels er tilnefnd fyrir umhverfisstefnu sem gerir keðjuna að fyrstu kolefnishlutlausu hótelkeðju í heimi. Til viðbótar við 5 punkta umhverfisáætlun hótelkeðjunnar, gera Brøchner Hotels miklar kröfur til samstarfsaðila sinna og koma á þann hátt boðskap sínum á framfæri til hótelgeirans í heild sinni.

Netfang: lfb@woko.dk

Jens Erik Larsen/Frie Fugle

Jens Erik Larsen (JEL) frá félaginu Frie Fugle er tilnefndur fyrir þátttöku sína í gerð hjólreiðaleiða í Danmörku og Evrópu. Hann er einnig virkur í Félagi evrópskra hjólreiðamanna (EuroVelo). Auk þess hefur hann verið í forsvari fyrir vinnuhóp um 12 hjólreiðaleiðir í Evrópu og unnið með „tjaldfélaginu" („teltordningen") í Danmörku.

Netfang: forening@friefugle.dk     

 

Margueritruten

Margueritruten er tilnefnd fyrir endurnýjunarverkefnið „Margarítuleiðin inn í 21. öldina" ("Margueritruten ind i det 21.århundre"). Þessi græna leið gefur ferðalöngum tækifæri á að upplifa náttúruna á hestbaki, í kajak, á reiðhjóli og kanó. Í verkefninu er einnig unnið að sameiginlegri skandínavískri ferðamannaleið.

Netfang: margueritruten@friluftsraadet.dk

 

Finnland

Suomen luomumatkailuyhdistys – ECEAT Suomi Ry

„Suomen luomumatkailuyhdistys" rekur vistvæna ferðaþjónustu með 33 finnskum áfangastöðum, eins og til að mynda vistvæn býli, vistvæn sveitaþorp og staði þar sem sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd. Samtökin eru þau fyrstu í ECEAT – European Centre for Ecological Agricultural Tourism, sem hafa þróað gæðakerfi fyrir vistvæna ferðaþjónustu.

Netfang: tapani.heinonen@bergshagen.fi

 

Grænland

Ilulissat Icefjord Office v/Naja Habermann

Markmið Ilulisssat Icefjord Office er að stuðla að og þróa sjálfbæra ferðaþjónustu, sérstaklega við Ilulisssat Isfjord, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Starfið felst m.a. í viðburðum eins og þemadögum, alþjóðlegum vinnubúðum, lagningu öruggra, sjálfbærra göngustíga og menntun leiðbeinenda.

Netfang: karm@nanoq.gl

 

Ísland

Farfuglar

Farfuglar eru félagasamtök sem vinna að sjálfbærri þróun og ferðaþjónustu. Samtökin reka 36 farfuglaheimli og hafa m.a. fengið umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir starf sitt. Farfuglaheimilin leggja einnig áherslu á að upplýsa gesti um aðgerðir í umhverfismálum.

Netfang: markus@hostel.is

 

Íslenskir fjallaleiðsögumenn

Fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsgömenn var stofnað af fjórum vinum árið 1994 og hefur það sérhæft sig í vistvænum gönguferðum og jöklaferðum. Markmið fyrirtækisins er að ferðamenn geti upplífað náttúruna án þess „að skilja eftir sig varanleg ummerki". Að auki tekur fyrirtækið virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni og hefur m.a. gefið álit til sveitarfélaga um umhverfisáhrif ýmissa verkefna.

Noregur

Høve Støtt AS

Høve Støtt AS var annað fyrirtækið sem viðurkennt var sem vistvænt ferðaþjónustufyrirtæki í Noregi og er með höfuðstöðvar á Geilo skíðasvæðinu. Fyrirtækið vinnur að því að gera svæðið sjálfbærara og stuðla að jákvæðri þróun þjóðgarðssveitarfélagsins Hol. Høve Støtt leggur áherslu á nýsköpuun, sem felur í sér nýja náttúruupplifun á hverju ári.

Scandic hotels

Scandic hotelin hafa unnið að því að verða umhverfisvæn hótelkeðja frá árinu 1993, Keðjan gerir strangar kröfur til birgja, orkusala og upplýsir gesti um umhverfisaðgerðir. Scandic hefur auk þess að setja á stofn sjóðinn Scandic Sustainability Fond tekið þátt í að stofna verðlaunin Stockholm Water Price.

Álandseyjar

Silverskär

Ferðamannastaðurinn Silverskär er tilnefndur fyrir velheppnaða stækkun með vistvænum byggingum sem byggðar eru af iðnaðarmönnum á svæðinu úr byggingarefnum úr nærliggjandi skógum. Á staðnum er m.a. notaður hiti úr heitum steinum (fjellvarme), sólarrafhlöður og þar er einnig vistvæn hreinsistöð.

Netfang: edgar.ohberg@ostersjofonden.org