Tora Augestad

Tora Augestad
Photographer
Åsa Maria Mikkelsen
Messósópran

Fjölhæfni Tora Augestads (fædd 1979) hefur verið tónskáldum, leikstjórum, hljómsveitarstjórum og öðrum tónlistarmönnum innblástur. Erfitt er að marka rödd hennar bás. Sem flytjandi er hún sveigjanleg, tjáningarrík, nákvæm og sannfærandi á sviði og persónuleiki hennar er sérstæður. Augestad hefur helgað sig flutningi verka frá 20. og 21. öld og hún býr yfir mikill tjáningarbreidd. Hún pantar reglulega ný verk, síðast kammeróperu sem frumflutt verður í tengslum við listahátíðina (Festspillene) í Björgvin árið 2015.

Frá 2010 hefur Augestad unnið með svissneska leikstjóranum Christoph Marthaler að verkefnum af ýmsu tagi, allt frá óperu eftir Beat Furrer til leikandi samsuðu klassíkrar tónlistar, djasstónlistar, popps og kabaretts í eigin verkum Marthalers. Augestad hefur sungið með hljómsveitum á borð við sinfóníuhljómsveitir Björgvinjar og Óslóar, Ensemble Modern og Klangforum Wien. Hún fæddist í Björgvin árið 1979 og nam klassíska tónlist og djass í Ósló, Stokkhólmi, Berlín og München en lauk prófi í kabarettsöng við Tónlistarháskóla Noregs (Norges Musikkhøgskole).

Árið 2004 setti hún á stofn sveitina Music for a While með hópi spunatónlistarmanna. Sveitin BOA kannar löndin milli framúrstefnu og popptónlistar. Tora Augestad er einn af tveimur listrænum stjórnendum Tónlistarhátíðarinnar í Harðangri (Hardanger Musikfest).