Verðlaunahafi 2008

Peter Bruun
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org
Danska tónskáldið Peter Bruun fær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir dramatíska söngleikinn Miki Alone.

Miki Alone er nýtt óperuverk sem fjallar um líf nútímakonu. Söngleikurinn, en söngtexti hennar er saminn af Ursula Andkjær Olsen, var valin úr 11 tónverkum sem tilnefnd voru til verðlaunanna. Söngleikir og tónlistarleikrit voru tilnefnd til verðlaunanna að þessu sinni. Dómnefndin rökstyður ákvörðun sína á eftirfarandi hátt:

"Það verk eftir norrænt samtímatónskáld sem hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni má skilgreina sem söngleik eða tónlistarleikhús. Margvísleg verk voru tilnefnd til verðlaunanna; söngleikir, rokkóperur, tónlistarleikrit og barna- og kammeróperur. Dómnefnd lagði áherslu á verkið uppfyllti ströngustu kröfur um listræn gæði og að það væri nýskapandi.

Verðlaunahafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2008 er danska tónskáldið Peter Bruun og hlýtur hann þau fyrir verkið Miki Alone. Verkið, sem ber undirtitilinn Seven songs for a mad woman, er tónlistarleikrit fyrir kammersveit og sópransöngkonu.

Í glæsilegu samspili texta og tónlistar upplifir áhorfandinn kímni og töfra samhliða tilfinningaflæði og spennandi framvindu. Verkið einkennist af takföstum púlsi og tónmáli sem stundum er nútímalegt og tilraunakennt, stundum í anda "Tom Waits", stundum norrænt með þjóðlagaívafi en ávallt jafn hrífandi. Við viljum einnig leggja áherslu á fallegar laglínur Peters Bruun sem henta vel til söngs og sterka söngtexta Ursulu Andkjær Olsen. Allt fléttast þetta vel saman og engu er ofaukið.

Litla kammersveitin með klarínett, lágfiðlu, kontrabassa og ásláttarhljóðfærum er notuð á mjög nýstárlegan hátt í verkinu. Að tónlistarverðlaunin skuli koma í hlut Miki Alone er til merkis um að mesta nýsköpun í tónlistarleikhúsi er oft í kammerforminu, flutt af litlum sérhæfðum sveitum."

Verðlaunaféð er 350.000 danskar krónur og verða verðlaunin afhent á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki í lok október.

Upplýsingar um verðlaunahafann:

Urd Johannesen urd@nlh.fo +298 223 010

Upplýsingar um tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs:

Jesper Schou-Knudsen jsk@norden.org +45 21 71 71 35