Ville Tietäväinen och Aino Tietäväinen

Ville og Aino Tietäväinen
Ljósmyndari
Forlaget WSOY/Sari Tuomaala
Ville Tietäväinen og Aino Tietäväinen: Vain pahaa unta (Bara vondur draumur). WSOY 2013

Myndabækur sem fjalla um það hvernig vinna eigi bug á skrímslum og öðrum villidýrum sem fela sig undir rúminu skjóta reglulega upp kollinum í barnabókmenntunum.  Í stað þess að gera viðfangsefnið meinlausara með því að beita húmor er í teiknimyndasögunni Vain pahaa unta (Bara vondur draumur) eftir Ville og Aino Tietäväinen farið dýpra ofan í það hvernig höndla megi hræðsluna sem ímyndunarafl viðkvæmra barna veldur.

Þessi sjónrænt grípandi teiknimyndasaga er vel heppnuð birtingarmynd þeirrar tilhneigingar sem merkja má í barnabókmenntum samtímans þar sem fullorðnir hafa ótakmarkaðan tíma og áhuga á að sinna barninu. Stöðugt áreiti frá ólíkum miðlum sem þarf að sía; eldsvoðar, byssur og sprengjur, endurspeglast í draumum stelpunnar.  Þrátt fyrir að viðfangsefnið sé alvarlegt vantar ekki húmor í bókina: Foreldrarnir eru þreyttir en augu og hugur stelpunnar eru síkvik og hún hefur orku til að setja spurningarmerki við, virða fyrir sér og skilgreina umhverfi sitt.

Samtalið milli barnsins og hins fullorðna hefst þegar á titilsíðunni þar sem faðir og dóttir ræða titil bókarinnar. Gróteskur og berstrípaður stíll Ville Tietäväinens er lipurlega samtvinnaður myndskreytingum dóttur hans.

Bókin hyllir goðsagnakenndar víddir draumanna með þeim hætti að börnum og ungmennum jafnt sem fullorðnum líkar.

Ville Tietäväinen (fæddur 1970) er grafískur hönnuður, myndskreytir og teiknimyndasöguteiknari. Þekktasta verk hans og það sem hlotið hefur flestar viðurkenningar er Näkymättömät kädet (Ósýnilegu hendurnar, WSOY 2011), teiknimyndasaga fyrir fullorðna sem segir frá ólöglegum innflytjendum í Evrópu. Dóttir hans, Aino Tietäväinen (fædd 2005), er í grunnskóla.