Anu Komsi

Anu Komsi

Anu Komsi

Photographer
Maarit Kytöharju
Anu Komsi er á meðal hinna 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021.

Rökstuðningur:

Flúrsópraninn Anu Komsi (f. 1967) hefur átt viðamikinn og alþjóðlegan feril í óperu- og tónleikahúsum og sungið inn á fjölda platna ásamt virtustu stjórnendum og hljómsveitum heims. Komsi hefur hlotið mikið lof beggja vegna Atlantshafsins fyrir kraftmikla og leiftrandi rödd sína, blæbrigðaríka og djarfa túlkun og mikla fjölhæfni.  

Óperu- og tónleikaefnisskrá Komsi er óvanalega víðfeðm. Alþjóðlegur ferill hennar hófst árið 1993 í hlutverki Ólympíu í óperuhúsi Þýskalands, og síðan þá eru hlutverkin orðin um 70 talsins. Hún hefur pantað og frumflutt fjölda verka (m.a. Leinolaulut eftir Kaiju Saariaho, Wing on Wing eftir Esa-Pekka Salonen og Voice Verser eftir Jukka Tiensuu). Sir George Benjamin skrifaði óperuna Into the Little Hill sérstaklega fyrir Komsi, sem hefur flutt verkið yfir 50 sinnum í Evrópu og Bandaríkjunum.  

Samhliða einsöngsferli sínum var Komsi stjórnandi 2004–2018 hjá Kokkola-óperunni, sem hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og mikið lof um heim allan. Haustið 2020 hlaut Komsi hin virtu finnsku Madetoja-verðlaun fyrir störf sín í þágu nútímatónlistar. Komsi hefur hlotið Gramophone-verðlaunin fyrir þrjár af plötum sínum (m.a. upptöku sína á Sinfóníu nr. 2 eftir Rued Langgaard).  

Komsi hefur verið sögð „Jenny Lind okkar tíma“, sem hafi haft mikil áhrif á tilurð nýrra flúrsópranverka og um leið viðhaldið bel canto-sönglist í hæsta gæðaflokki.