Elias Akselsen

Elias Akselsen
Ljósmyndari
Elias Akselsen
Elias Akselsen er á meðal hinna 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019.

Elias Akselsen söngvari (f. 1947) er orðinn helsti fulltrúi tónlistarhefðar Rómafólksins í Noregi. Hann er auðþekkjanlegur á sérstakri, tærri röddu sem fangar athygli þeirra sem á hlýða. Söngstíll hans brúar bil dægurtónlistar og hefðbundinnar tónlistar á óvæntan og áhrifamikinn hátt. Á efnisskrá hans eru veraldleg og trúarleg tónverk frá Skandinavíu og Bandaríkjunum, en hann syngur ávallt á norsku eða sænsku. Hann syngur í messum, á danshátíðum og á vettvangi norsku þjóðlagatónlistarsenunnar. Hann á í samstarfi við frábært listafólk á sviði spunatónlistar og þjóðlagatónlistar, svo sem Stian Carstensen harmonikkuleikara, sígaunasveitina Gjertruds Sigøynerorkester og gítarleikarann Freddy Holm. Upptökur af tónlistarflutningi hans hafa tvisvar hlotið tilnefningu til hinna norsku Spellemann-verðlauna og hann hefur þegið listamannalaun norska ríkisins frá árinu 2010.