Johanna Grüssner

Johanna Grüssner
Photographer
Johanna Grüssner
Johanna Grüssner er á meðal hinna 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019.

Johanna Grüssner nam við Berklee College of Music og Manhattan School of Music. Hún gat sér gott orð í Bandaríkjunum fyrir djasssöng og átti frumkvæði að því að koma af stað tónlistaráætlun við grunnskóla í Bronx-hverfi New York-borgar. Ásamt kór skólans og eigin stórsveit fór hún í tónleikaferðalög um Skandinavíu sem var sagt frá í fréttum á finnsku ríkisstöðinni YLE, í dagblaðinu New York Times og á fréttastöðvunum NBC og CNN. Einnig hefur hún skipulagt tónleikaferðalög skandinavískra kóra um Bandaríkin og er stofnandi kórsins Ålands Projektkör.

Johanna hefur sungið inn á 25 plötur hjá ýmsum hljómplötuútgefendum. Verkið Migrantvisan, sem hún samdi eftir pöntun, var frumflutt í Vaasa 2017 af sinfóníuhljómsveit og þúsundum barna. Hún er búsett í Stokkhólmi, starfar við skipulagningu tónlistarviðburða og tónlistarkennslu og er jafnframt sjálfstætt starfandi söngkona.

Johanna er tilnefnd fyrir yfirgripsmikla tónlistargáfu, starf sitt sem tónlistarframleiðandi og kórstjóri og getu til að hrífa leikmenn jafnt sem fagfólk með flutningi sínum.