Stian Carstensen

Stian Carstensen

Stian Carstensen

Photographer
Erik Hanneman
Stian Carstensen er á meðal hinna 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021.

Rökstuðningur:

Hinn fjölhæfi hljóðfæraleikari Stian Carstensen hefur verið áberandi í djass- og þjóðlagatónlist í Noregi um 30 ára skeið og er þekktur fyrir framúrskarandi störf sín sem tónlistarflytjandi, tónskáld og tónlistarmiðlari. Þegar á unga aldri sýndi hann mikla hæfileika sem harmónikuleikari og náði síðar leikni á meðal annars gítar, banjó, stálgítar, búlgarska flautu og sekkjapípu.

Listfengi Carstensens er smitandi og kemur jafn skýrt í ljós hvort sem um er að ræða einleik með hljómsveitum á borð við Farmers Market, Music for a While eða Gammalgrass, sem einleikari með sinfóníuhljómsveitum eða í sjónvarpi og útvarpi. Hann fer létt með að skipta á milli tónlistargreina og hljóðfæra; milli slagara og listrænnar tónlistar, barnasöngva, sígildrar tónlistar og þjóðlagatónlistar í „takttegundum í útrýmingarhættu“. Hann er sannkallaður snillingur og í hljóðfæraleik hans eru engin landamæri, eða andstaða, á milli kímni og djúprar alvöru.

Carstensen er mikilsvirtur og vinsæll þjóðlagatónlistarmaður, förumaður í tónlistinni, í senn staðbundinn og alþjóðlegur í tónlistarlegri tjáningu sinni.