Norrænt starfsmannaskiptakerfi (NORUT)

Starfsmannaskipti gefa ríkisstarfsmönnum kost á að kynna sér stjórnsýslu annars staðar á Norðurlöndum en í heimalandinu. Úthlutun styrkja til starfsmannaskipta, greiðslur og greinargerð eftir á fer fram í hverju og einu landi. Umsækjendur skulu því snúa sér til tengiliða í sínu heimalandi.

Hópur skipaður tengiliðum frá löndunum fimm, ásamt Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi, skiptir árlegu framlagi milli landanna og Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

Tvö mikilvægt skilyrði eru að at umsækjandi haldi launum sínum á tímabilinu og að hann/hún sæki sjálf/ur um starf annars staðar á Norðurlöndum.

Algengasta tímalengd á starfsmannaskiptum er 1-2 mánuðir, en getur farið allt upp í sex mánuði.

Á þessari vefsíðu er að finna upplýsingar um hvaða almennu reglur gilda um starfsmannaskipti, hver afraksturinn getur orðið og reynslu þátttakenda og yfirvalda af skiptunum. Á vefsíðunni eru einnig upplýsingar um hvaða yfirvöld á Norðurlöndum geta veitt nánari upplýsingar um reglur í löndunum sem koma til viðbótar almennum reglum.

Norrænt samstarf - þróun í löndunum - norrænn afrakstur

Norræna ráðherranefndin styrkir norræn starfsmannaskipti sem gefa starfsfólki hjá hinu opinbera kost á að kynna sér aðstæður í norrænum nágrannalöndum með því að starfa í skemmri eða lengri tíma hjá annarri norrænni stofnun.

Starfsmannaskiptin þróa norrænt samstarf, opinberar stofnanir á Norðurlöndum og þátttakendur sjálfa en þau eru líka eðlilegt framhald af áhuga á Norðurlöndum sem kviknað hefur hjá skólanemum, í framhaldsnámi, í starfi stéttarfélaga og á síðari árum í starfi á vegum Nordjobb.

Í tæpa þrjá áratugi hafa norrænu starfsmannaskiptin miðlað hugmyndum og verið hvetjandi á þeim mörgu vinnustöðum sem þau hafa farið fram á.

Norræna ráðherranefndi greiðir 13.000 danskar krónur í styrk fyrir hvern mánuð í starfsmannaskiptum. Að auki endurgreiðir ráðherranefndin kostnað við ferð til og frá vinnustað.

Ef dvölin er sex mánuðir eða lengri er einnig hægt að fá greiddar ferðir fjölskyldu og flutning nauðsynlegrar búslóðar. Í slíkum tilvikum geta þátttakandi og fjölskylda hans einnig fengið ferðastyrk til heimsóknar á heimaslóðir.

Þátttakendum er skylt að skila skýrslu um reynslu sína til vinnustaðar í heimalandi eigi síðar en þremur mánuðum eftir heimkomuna.

Hvers vegna að taka þátt í norrænum starfsmannaskiptum?

Á undanförnum árum hefur vitund aukist um að endurskipulagning opinberrar stjórnsýslu getur ekki eingöngu byggt á eigin reynslu heldur eru utanaðkomandi hugmyndir að minnsta kosti jafn mikilvægar. Ef viðhalda á og þróa velferðina þarf einnig á hugmyndum frá öðrum ríkjum að halda.

 

Alþjóðleg reynsla verður sífellt mikilvægari hluti í endurskipulagningu og endurbótum á opinberum aðgerðum.

Mikilvægi starfsmannaskipta hefur þannig aukist. Starfsfólk fær innsýn í tengda starfsemi í öðrum norrænum ríkjum og tækifæri til að læra á praktískan hátt um og vinna með önnur úrlausnarefni í öðru umhverfi en heima fyrir.

Líkt og ólíkt í norrænu ríkjunum

Norrænu ríkin gegna af ýmsum ástæðum mikilvægu hlutverki í miðlun reynslu á alþjóðavettvangi.

Um aldir hafa hugmyndir manna um hlutverk samfélagsins þróast á sama hátt á Norðurlöndum. Með sameiginlegri lagasetningu, sameiginlegum sáttmálum og samningum hafa norrænir borgarar að miklu leyti hlotið jafnan rétt til þjónustu frá samfélaginu í öllum ríkjunum.

En þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að veita þessa þjónustu hafa ekki alltaf verið þær sömu. Ýmis kostnaðar- og gæðasamanburður sem gerður hefur verið á undanförnum árum sýnir talsverðan mun á svipuðum stofnunum.

Þar getur verið um að ræða mismunandi fjölda starfsfólks á hvert verkefni, hærri eða lægri starfsmannakostnaður eða mun á öðrum kostnaði eða gæðum.

Norðurlönd og evrópskt samstarf

Með aðild að Evrópusambandinu (ESB) eða Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafa möguleikar á samanburðarrannsóknum milli landa aukist og einnig aðgengi að öðrum lausnum en hefðbundnum norrænum.

Þar með getur norrænt samstarf fengið nýtt og mikilvægt hlutverk við að aðlaga almenna evrópska þróunarvinna að norrænum aðstæðum.

Norræn starfsmannaskipti geta á skilvirkan hátt stuðlað að því að sameiginleg norræn sýn á hugmyndum evrópska samstarfsins verði til á Norðurlöndum.

Með starfsmannaskiptum gefast sérhverju norrænu ríki tækifæri til að taka þátt í framkvæmd og aðlögun reglna samstarfsins í öðrum norrænum ríkjum.

Sérstaklega á það við um tilskipanir ESB og vinnuna við að aðlaga regluverk ríkjanna að þeim.

Starfsmannaskipti eru, ef þau eru nýtt á réttan hátt, rannsókn á þeim hugmyndum og þeirri reynslu sem fjallað er um í evrópsku samstarfi, í Norðurlandaráði og í ýmsum fag- og stéttarfélögum.

Kynnast Norðurlöndum betur

Annað atriði sem eykur þörf á norrænu samstarfi milli norrænna stjórnvalda er fjölgun menningarheima á Norðurlöndum vegna aukins fjölda innflytjenda.

Margir innflytjendur hafa sótt um störf hjá opinberum stofnunum en hafa af eðlilegum orsökum ekki þá samfelldu sýn á þær eða þá tilfinningu fyrir Norðurlöndum og sameiginlegum hagsmunum sem einkennir norræna stjórnsýslu.

Norræn starfsmannaskipti geta stuðlað að miðlun þekkingar um Norðurlönd og norrænt samstarf milli norrænna stjórnvalda og að aukinni þátttöku viðkomandi í norrænu samstarfi.

Viltu vita meira?

Ákveðinn munur getur verið á framkvæmd almennra reglna milli ríkjanna.

Stjórnvöld í hverju landi fyrir sig veita upplýsingar um stofnunina.

Nánari upplýsingar fást hjá tengiliðum og á vefsíðum þeirra um starfsmannaskipti.