Opið fyrir tillögur að tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023
Umhverfisverðlaunin 2023 verða afhent aðila sem stuðlar að kerfislægum breytingum á textíliðnaði, textílþjónustu (service-design) og notkun á textílefnum í átt til sjálfbærni á heimsvísu.
Verðlaunahafinn hlýtur að launum 300 þúsund danskar krónur.
Frestur til að senda inn tillögur er til 9. maí 2023.