Opið fyrir tillögur að tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023

Þema ársins er sjálfbær framleiðsla og notkun á textíl. Frestur til að senda inn tillögur er 9. maí 2023.

Umhverfisverðlaunin 2023 verða afhent aðila sem stuðlar að kerfislægum breytingum á textíliðnaði, textílþjónustu (service-design) og notkun á textílefnum í átt til sjálfbærni á heimsvísu.

Verðlaunahafinn hlýtur að launum 300 þúsund danskar krónur.

Frestur til að senda inn tillögur er til 9. maí 2023.

Tilnefndur af (sá sem tilnefnir)

Fyrirtæki, samtök eða einstaklingur sem skal tilnefna (tilnefndir):

Hvernig uppfyllir verkefnið skilyrði verðlaunanna með tilliti til: Áhrifa, nýsköpunar, yfirfærslugildis og mikilvægis.

Taka skal mið af skilyrðunum hér fyrir neðan í röksemdafærslu fyrir tillögunni en hún má að hámarki vera ein blaðsíða í A4-stærð eða 500 orð í textareitnum hér fyrir neðan. 

  1. Áhrif: Hvernig stuðlar verkefnið að lausn vandamála tengdum lífræðilegum fjölbreytileika og loftlagsvanda?
  2. Nýsköpun: Að hvaða leyti er verkefnið ólíkt öðrum verkefnum á þessu sviði?
  3. Yfirfærslugildi og tækifæri: Hverjir eru möguleikar verkefnisins til þess að yfirfærast til annarra landa eða annarra starfssviða?
  4. Mikilvægi: Hvert er verðmæti verkefnisins á sviði vinnu við umhverfismál á Norðurlöndum?
Rökstuðningur skal fylgja með á því formi að hægt sé að fjölfalda hann.
One file only.
45 MB limit.
Allowed types: txt, rtf, pdf, doc, docx, odt, ppt, pptx, odp, xls, xlsx, ods.

Samþykki