Informationstjenester

Informationstjenester under MR-SAM

Informationstjenester

Landamæraþjónustan
Landamæraþjónustan er rekin í samstarfi sænskra og norskra stjórnvalda. Starfsemi landamæraþjónustunnar felst aðallega í því að svara fyrirspurnum einstaklinga og fyrirtækja sem stunda einhvers konar starfsemi sem teygir sig yfir landamærin.
Til stofnunar
Info Norden
Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar Tilgangurinn með þessari þjónustu er að auðvelda fólki að flytja sig yfir landamæri á Norðurlöndunum.
Til stofnunar
Norðurlönd í brennidepli
Norðurlöndin í brennidepli fjalla um mál á döfinni þjóðlöndunum út frá norrænu sjónarhorni. Skrifstofur Norðurlandanna í brennidepli, Norden i Fokus, standa fyrir námskeiðum og sýningum um mál á döfinni sem varða stjórnmál, umhverfismál, atvinnulíf og menningu. Markhópar skrifstofunnar eru embættismenn, stjórnmálamenn, blaða- og fréttamenn og hagsmunasamtök.
Til stofnunar
Norræna upplýsingaskrifstofan á Suður-Jótlandi / í Suður-Slésvík
Hlutverk norrænu upplýsingaskrifstofunnar er að samhæfa norræna starfsemi á Suður-Jótlandi og upplýsa um norrænt samstarf. Skrifstofan miðlar norrænni menningu með ýmiss konar starfsemi á landamærasvæðinu, meðal annars með heimsóknum norrænna rithöfunda, listsýningum, tónleikaröðum, leshringjum og ferðalögum um Norðurlönd. Skrifstofan hefur jafnframt það hlutverk að auka þekkingu um Suður-Jótland og Suður-Slésvík á Norðurlöndum.
Til stofnunar
Landamæraþjónusta á Norðurkollu
Landamæraþjónusta á Norðurkollu hefur þekkingu á stjórnsýsluhindrunum, veitir upplýsingar, ráðleggur einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem starfa þvert á landamæri Finnlands og Svíþjóðar og Finnlands og Noregs. Auk þess vinnur Landamæraþjónustan að því að ryðja úr vegi stjórnsýsluhindrunum.
Til stofnunar
Øresunddirekt
Øresunddirekt er upplýsingaþjónusta sem miðlar opinberum upplýsingum frá yfirvöldum til einstaklinga og atvinnulífs á Eyrarsundssvæðinu. Undir Øresunddirekt heyrir vefritstjórn sem staðsett er í Kaupmannahöfn og upplýsingamiðstöð á Hjälmaregatan 3 i Malmö. Á upplýsingamiðstöðinni í Malmö eru starfsmenn frá vinnumiðlun (Arbetsförmedlingen), almannatryggingum (Försäkringskassan), lénsstjórninni (Länsstyrelsen) og skattayfirvöldum (Skatteverket) sem veita opinberar upplýsingar með hliðsjón af aðstæðum á Eyrarsundssvæðinu.
Til stofnunar