Sæunn Thorsteinsdóttir

Sæunn Thorsteinsdóttir
Photographer
Sæunn Thorsteinsdóttir
Sæunn Thorsteinsdóttir er á meðal hinna 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019.

Sæunn Thorsteinsdóttir er kraftmikill sellóleikari sem hefur komið fram sem einleikari meðal annars með fílharmóníusveitinni í Los Angeles, NDR Elbphilharmonie og sinfóníuhljómsveit BBC auk þess að eiga glæstan feril á sviði kammertónlistar um allan heim.  Hún hefur fetað frumlegar slóðir með tilliti til efnisvals og ástríða hennar til að miðla tónlist leiddi til stofnunar Decoda ensemble sem TimeOut NY hefur lýst sem samstarfi nokkurra af glæsilegustu ungu tónlistarmönnum heims á sviði sígildrar tónlistar.  Í flutningi sínum hefur Decoda lagt jafna áherslu á listfengi og metnað til að skapa þýðingarmiklar tónlistarupplifanir í mörgum af helstu tónleikasölum heims, auk hverfisverkefna sem snúa að tónlistarfræðslu fyrir bæði börn og fullorðna.  Leikur Sæunnar hefur verið tónskáldum innblástur til að semja ný verk og Vernacular, ný plata með upptökum af flutningi hennar, inniheldur nýja og nýlega íslenska tónlist fyrir selló. Flutningur hennar er afar persónulegur, grípandi, tilfinningaríkur og þrunginn fegurð og afslöppun.