Samstíga eða sundurleit? Norræn samvinna og COVID-19

04.09.21 | Viðburður
Shareable nordic cooperation
Ljósmyndari
Norden.org
Laugardaginn 4. september kl. 13.00–13.45 í Norræna húsinu og beinu vefstreymi

Upplýsingar

Dagsetning
04.09.2021
Tími
13:00 - 13:45
Staðsetning

Nordens Hus Reykjavik
Ísland

Gerð
Online

Norræn samvinna á sér langa sögu og Norræna ráðherranefndin fagnar 50 ára afmæli í ár. Haustið 2019 kynnti ráðherranefndin metnaðarfulla framtíðarsýn um að innan tíu ára yrðu Norðurlöndin sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þegar heimurinn stóð frammi fyrir heimsfaraldri stóð þó á þeirri samvinnu. Forseti Norðurlandaráðs hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með norrænt samstarf í faraldrinum og kannanir sýna að tiltrú almennings á norrænt samstarf hefur beðið hnekki.

Hefur COVID-19 sýnt fram á að samheldni Norðurlandanna sé að dvína?

Hvað gerist næst þegar Norðurlöndin þurfa að takast á við alþjóðlega krísu?

Hver eru næstu skref í norðurlandasamstarfi ef löndin vilja ná markmiðum sínum um samþættingu svæðisins?

Á fundinum verða helstu áherslur og áskoranir í norrænu samstarfi núna og næstu árin rædd.

Í pallborði:

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu - og sveitarstjórnarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda
  • Aldís Mjöll Geirsdóttir, forseti Norðurlandaráðs ungmenna
  • Oddný Harðardóttir, þingmaður og varaformaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs
  • Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst
  • Hrannar B. Arnarsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi

 

Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ

Hálftíma fyrir viðburðinn, kl. 12.30, verður boðið upp á göngu frá anddyri Norræna hússins yfir í norræna lundinn í Vatnsmýrinni undir leiðsögn Ragnheiðar Helgu Þórarinsdóttur, fyrrum formanns Norræna félagsins.

Að fundinum standa Norræna húsið, Norræna félagið og Alþjóðamálastofnun HÍ. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Fundar fólksins sem fer fram 3. og 4. september. Viðburðinum er streymt á vef Norræna hússins, nordichouse.is, og fundurfolksins.is.

Beinar útsendingar