Lýðræðishátíðin Folkemødet 2024

13.06.24 | Viðburður
alt=""
Ljósmyndari
Make Sense
Norræna ráðherranefndin tekur mikinn þátt í lýðræðishátíðinni Folkemødet dagana 13. til 15. júní. Sérstök áhersla verður á viðnámsþolin Norðurlönd, græn Norðurlönd og norðurslóðir. Komið við eða fylgist með beinu streymi frá tjaldinu okkar (B12) og aðalsviðinu.

Upplýsingar

Dagsetning
13 - 15.06.2024
Tími
11:00 - 16:00
Staðsetning

Folkemødet
Allinge, Bornholm
Danmörk

Gerð
Annað

Umræður okkar á Folkemødet 2024

Hér má lesa nánar um viðburði á okkar vegum, þemu og þátttakendur í pallborðsumræðum.

Flestir viðburðirnir verða haldnir í norræna tjaldinu á svæði B, stæði B12.

Fimmtudagur 13. júní

Kl. 11.00–11.45: I køkkenet med Ny Nordisk Mad

Norrænar næringarráðleggingar (NNR) eru gerðar með hliðsjón af hollustu og loftslagsmálum og eru til grundvallar dönskum ráðleggingum um mataræði. Takið þátt í cook-along með Thomas David Parry frá Alchemist Restaurant, Karen Ellemann frá Norrænu ráðherranefndinni og Andreas Hansen frá UN World Food Programme.

Skipuleggjendur: Norræna ráðherranefndin, UN World Food Programme

Staður: C40 – Matarsvið heimsmarkmiðanna

Kl. 11.30–12.45: Det gode liv i et bæredygtigt samfund

Ef við eigum að ná því að verða kolefnishlutlaust samfélag árið 2045 þarf að hraða umskiptunum. En hvernig lifum við í kolefnishlutlausu samfélagi? Og af hverju eigum við að hlaupa ef við sjáum ekki í mark? Reynt verður að varpa ljósi á lífið í nettó-núll-losun.

Staður: Norræna tjaldið / B12 

Kl. 12.00–12.45: Mad til Fremtiden: Bæredygtige Fødevaresystemer i Fokus

Norðurlönd hafa í gegnum samstarf og nýsköpun verið leiðandi afl í því að stuðla að sjálfbærum matvælakerfum. Norrænar næringarráðleggingar eru gott dæmi um þetta. Karen Ellemann opnar viðburðinn með tveggja rétta máltíð sem hún setti saman út frá þeim og gestum býðst að gæða sér á á meðan við veltum fyrir okkur hugmyndinni á bak við næringarráðleggingarnar og Ný norræna matvæli sem fagna 20 árum í ár.

Skipuleggjendur: UN World Food Programme, Norræna ráðherranefndin 

Staður: C38 – Tjald heimsmarkmiðanna

Kl. 13.00–13.45: Din forbrugeradfærd – hvor grønne er de nordiske forbrugere?

Með sína 27 milljónir íbúa samtals eru Norðurlönd fimmta stærsta hagkerfi Evrópu. Ekki þarf að velkjast í vafa um að umhverfisáhrif svo stórs hagkerfis séu töluverð. En hvernig eru danskir og norrænir neytendur þegar kemur að grænum umskiptum?

Skipuleggjendur: Miljømærkning Danmark, Norræna ráðherranefndin 

Staður: Norræna tjaldið / B12

Kl. 15.00–15.45: Danmark og Norden skal være modstandsdygtige

Allt í einu er orðið „prepper“ orðið þekkt. Maður á að undirbúa sig. Undir hvað? Svar sænskra yfirvalda er „það versta“ og hvetja þau almenning til að búa sig undir stríð og krísur. Á öllum heimilum eiga að vera til neyðarrafhlöður, matur og vatn til margra daga o.s.frv. Eigum við að gera eins í Danmörku og annars staðar á Norðurlöndum?

Nýtt tímabil virðist vera að hefjast. Getur norrænt samstarf tryggt viðnámsþol og öryggi á svæðinu? Hvaða hlutverki getum við gegnt í veröld þar sem sífellt er þrengt að norrænum og vestrænum gildum?

Staður: Aðalsviðið / C20 

Kl. 16.00–16.45: Etisk AI – hvordan kan de nordiske lande tage føringen?

Gervigreind er komin til að vera, hvað sem okkur kann að þykja um það. Spurningin er hvernig við eigum að umgangast hana. Hvaða reglur eiga að gilda? Og hvernig geta norrænu löndin nýtt sér hina nýju tækni til þess að ná samkeppnisforskoti? Norðurlönd vilja vera í fararbroddi í heiminum í ábyrgri og siðferðilegri notkun gervigreindar og gagna. Litið verður nánar á einstakar tillögur og rætt hvernig Norðurlönd geta orðið leiðandi í ábyrgri notkun gervigreindar.

Skipuleggjendur: Norræna ráðherranefndin, Norræna nýsköpunarmiðstöðin

Staður: Norræna tjaldið / B12

Kl. 17.00–17.45: Bæredygtig turisme i Norden

Ferðaþjónusta gegnir mikilvægu hlutverki í norrænum hagkerfum og samfélögum. Við viljum að atvinnugreinin vaxi en á sama tíma er aukin þörf á sjálfbærum lausnum. Er gervigreind hluti af lausninni?

Skipuleggjendur: Norræna nýsköpunarmiðstöðin, Norræna ráðherranefndin

Staður: Norræna tjaldið / B12

Kl. 18:00–19:00: Regional cooperation, the Nordics and the BENELUX

Á hvaða sviðum standa löndin sig vel saman? Á hvaða sviðum getum við bætt okkur og lært hvert af öðru? Í þessum umræðum verður meðal annars litið nánar á samstarf á sviði löggæslu og baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi í Evrópu. Einnig ræðum við hvaða máli opin landamæri á Norðurlöndum og Benelúx-löndunum skipta, til dæmis með tilliti til þess að búa, stunda nám eða vinna í nágrannalandi.

Skipuleggjendur: Sendiráð Belgíu í Danmörku, Norræna ráðherranefndin, sendiráð Hollands í Danmörku, sendiráð Lúxemborgar í Danmörku.

Staður: Norræna tjaldið / B12

Kl. 19.00–20.15: Green energy transition: In harmony with Indigenous Peoples

Viðskiptalífið og frumbyggjar koma saman á þessum viðburði. Orkuskiptin eru hafin, bæði í Danmörku og á heimsvísu. Stine Bosse leiðir okkur í gegnum ferlið við lausn vandamála. Vaxandi þörf er á að takast á við málefni tengd mannréttindum í þessu tilliti.

Skipuleggjendur: CBS, Greenlead, Norræna ráðherranefndin, IWGIA

Staður: C38 – Tjald heimsmarkmiðanna

Föstudagur 14. júní

Kl. 11.00–11.45: Find vej til din indre bæredygtighed

Ýmsar hugmyndir eru til um það hvernig sjálfbær framtíð mun líta út en leiðin þangað er óljós og vafi og togstreita geta reynst hindranir. Því hvað er rétt fyrir þig? Og hvernig skapar þú sjálfbæra framtíð? Í gegnum gagnvirkan samtalsleik, Inner Sustainability Game, munum við fá þig og vini þína til þess að skoða og leysa siðferðileg álitamál sem geta fært ykkur nær sjálfbærri framtíð.

Staður: Norræna tjaldið / B12

 

Kl. 12.00–12.45: Nordiske brintværdikæder. Hvilken rolle skal Danmark spille?

Norrænu löndin veðja á vetni frá endurnýjanlegum orkugjöfum í orkuskiptum í iðnaði og sjóflutningum, sem orkugeymslu og sem útflutningsvöru til evrópskra nágranna okkar. Nauðsynlegt er að þróa styrkleika og efla virðiskeðjur vetnis (Hydrogen Valleys), frá orkugjöfum, vinnsluferli og innviðum til notkunar, ef við eigum áfram að ver í forystusæti ásamt því að tryggja skjóta og árangursríka minnkun á kolefnislosun. Hvert á hlutverk Danmerkur að vera?

Skipuleggjendur: Norrænar orkurannsóknir, Norræna ráðherranefndin

Staður: Norræna tjaldið / B12

Kl. 13.45–14.30: Er Norden klar til flere kriser?

Tilefni þessa viðburðar er alvarlegt. Krísurnar bíða röðum. Í kjölfar heimsfaraldursins fylgdu stríð í heiminum, flóttamannabylgja og ýmsir loftslagstengdir atburðir. Þrátt fyrir þátttöku á alþjóðavísu í gegnum ESB, NATO og norrænt samstarf fer stór hluti vinnunnar í tengslum við öryggis- og viðbúnaðarmál fram innan landanna sjálfra. En eigum við að takast þannig á við krísur sem í eðli sínu teygja sig yfir landamæri?

Skipuleggjendur: Norræna ráðherranefndin, Norræna rannsóknaráðið (NordForsk)

Staður: Norræna tjaldið / B12

Kl. 16.00–16.45: Advancing Nordic-North American Collaboration in the Arctic

Á þessum viðburði munum við skoða hvernig aukið samstarf á milli norrænna og norður-amerískra norðurslóða getur flýtt fyrir innleiðingu nýskapandi lausna við flóknum vandamálum tengdum norðurslóðum, ýtt undir sjálfbæra þróun og umhverfisvernd, eflt rödd frumbyggja, byggt upp viðnámsþrótt og stuðlaða að stöðugleika á svæðinu.

Skipuleggjendur: Norræna ráðherranefndin, sendiráð Bandaríkjanna í Danörku, sendiráð Kanada í Danmörku

Staður: Norræna tjaldið / B12

Kl. 17.00–18.00: Norden byder indenfor

Norræna ráðherranefndin býður til spjalls um norræna sjálfsmynd og svarar spurningum um norrænt samstarf.

Staður: Norræna tjaldið / B12

Föstudagur 15. júní

Kl. 11.00–11.45: Ensomme unge bag skærmen – Hvad gør vi?

Einsemd er útbreitt vandamál í norrænu og baltnesku löndunum, ekki síst á meðal ungs fólks. Í þessum umræðum, sem eru hluti af stærri norrænni-baltneskri umræðuröð um einsemd, verður sjónum beint að einsemd ungs fólks og áhrifum tækninnar á hana. Ýtir tæknin undir möguleika ungs fólks til samveru eða skapar hún aukna fjarlægð og einsemd á meðal ungs fólks? Við munum ræða hvernig við getum og eigum að umgangast tækni í nauðsynlegum aðgerðum gegn einsemd á meðal ungs fólks.

Staður: Norræna tjaldið / B12

Kl. 12.00–12.45: Ukraine: Hvad er på spil for miljøet i Ukraine og Norden?

Innrás Rússa í Úkraínu hefur valdið gríðarlegum skaða fyrir íbúa, innviði og umhverfið. Áður en stríðið hófst hafði notkun jarðefnaeldsneytis og léleg vatnsstýring slæm umhverfisáhrif á svæðinu, á heimsvísu og í Eystrasaltinu. Við skoðum hvernig stuðningur Danmerkur við afhendingargeirann í Úkraínu er til góða fyrir loftslagið og umhverfið og hvaða þýðingu hann hefur fyrir íbúa Úkraínu og Danmerkur. Endurreisn affallsvatnsstöðvarinnar í Lviv er á meðal þeirra verkefna sem hafa áhrif á Borgundarhólmi og í Danmörku: Sé affallsvatnið ekki meðhöndlað streymir það óhreinsað út í Eystrasaltið.

Skipuleggjendur: Nefco, Norræna ráðherranefndin

Staður: Norræna tjaldið / B12

Kl. 14.00–14.45: Flere unge i Norden bør vælge erhvervsuddannelserne til!

Í skýrslu Norðurlandaráðs, „Spennandi starfsmiðað nám á Norðurlöndum“ eru kynntar tillögur að norrænum lausnum á þeim skorti á fagmenntuðu vinnuafli sem norrænu löndin standa frammi fyrir. Greiningar hafa sýnt að Norðurlöndin í heild sinni gæti skort mörg hundruð þúsund faglærða starfmenn eftir 10-15 ár. Til dæmis mun í Danmörku skorta 99.000 faglærðra árið 2030. Um leið standa norrænu löndin frammi fyrir því að stór hópur ungs fólks stendur utan við bæði vinnumarkaðinn og menntakerfið. Hvernig getur norræn samvinna stuðlað að því að ryðja úr vegi starfsgreinatengdum hindrunum sem aftra fólki frá að nýta starfsréttindi í öðru norrænu ríki. Og hvernig getur norræn samvinna leitt til þess að fleira ungt fólk á Norðurlöndum velji starfsnám?

Skipuleggjendur: Norrænu félögin, Norræna ráðherranefndin

Staður: Norræna tjaldið / B12

Kl. 15.00–15.45: Hvordan anvender vi arbejdskraften i Norden bedst muligt?

Mikill munur er á atvinnuþátttöku og atvinnuleysi á milli norrænu landanna. Væri hægt að manna stöður í einu norrænu landi með vinnuafli frá öðru? Norðurlönd hafa haft sameiginlegan vinnumarkað í 70 ár en aðeins 1,7 prósent íbúa vinna í öðru norrænu landi en því sem þeir fæddust í og hlutfall vinnuferðalanga á Norðurlöndum er aðeins helmingur af meðaltalinu í ESB. Hvað kemur í veg fyrir að norrænu löndin geti nýtt til fulls þau tækifæri sem í sameiginlegum vinnumarkaði felast?

Skipuleggjendur: Norrænu félögin, Norræna ráðherranefndin

Staður: Norræna tjaldið / B12