Menningarnótt 2023

Upplýsingar
Nordisk Ministerråd og Nordisk Råd
Ved Stranden 18
Plassen utenfor Nordens hus
København
Danmörk
Smakk af Norðurlöndum
Föstudaginn 13. október færum við norrænt samstarf út á torg fyrir framan Ved Stranden 18 þar sem við ásamt íslenska og norska sendiráðinu bjóðum til menningarkvölds með norrænni tónlist og mat.
Þið fræðist um norrænt samstarf og stofnanirnar í Húsi Norðurlanda, Norrænu ráðherranefndina, Norðurlandaráð og Norræna menningarsjóðinn. Auk þess verður hægt að kynna sér upplýsingaþjónustu okkar, Info Norden, en hún veitir upplýsingar um allt sem þið þurfið að vita ef þið eruð að velta fyrir ykkur að ferðast eða flytja til nágrannalandanna.
Takið þátt og fáið að smakka, hlusta á ávörp og tónlist og hafið þið notalegt á norrænu nótunum.
Norræn, íslensk og norsk menningarnótt
Á menningarnótt beinum við í ár sjónum að íslenskri og norskri menningu. Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og Noregur í Norðurlandaráði 2023. Formennskan flyst milli Norðurlandanna.
Dagskrá
Kl. 18.00-18.10
Kristina Háfoss, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs og Sean Lobo, sendiráðsritari í norska sendiráðinu bjóða gesti velkomna.
Kl. 18.20-18.40
Nikolaj Kirk segir frá nýrri norrænni matargerð
Kl. 19.00-19.20
Norska tónlistarkonan Thea Wang
Kl. 19.35-19.55
Íslenska tónlistarkonan Bríet
Kl. 20.00-20.10 Árni Þór Sigurðsson , sendiherra Íslands, heldur ræðu
Kl. 20.30-20.50
Norska tónlistarkonan Thea Wang
Kl. 21.00-21.05
Heimsfrumsýning á tónlistarmyndbandinu við lagið „Oqaatsigut“ - „Vårt språk“
Kl. 21.30-21.50
Íslenska tónlistarkonan Bríet
Kl. 22.00-23.00
Norrænt karókí með Hirti Einarssyni