Norræn dagskrá á lýðræðishátíðinni LÝSU á Akureyri

06.09.19 | Viðburður
LÝSA verður haldin í höfuðstað Norðurlands, Akureyri, 6. og 7. september og er þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Sem fyrr bjóða Norðurlönd í brennidepli og Norræna félagið til áhugaverðrar dagskrár með norrænum viðburðum báða dagana.

Upplýsingar

Staðsetning

Iceland

Gerð
Umræðufundur
Dagsetning
06 - 07.09.2019

Í dagskránni er áhersla lögð á stefnumótun formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Haldnir verða fyrirlestrar og efnt til umræðna meðal annars um sjálfbæra ferðamennsku, bláa hagkerfið, sjálfbæra neyslu og félagslega líðan ungs fólks. Auk þess verða tekin til umfjöllunar viðfangsefni sem eru ofarlega á baugi á Norðurlöndum í ár, svo sem Norðurlönd, Evrópusambandið og Brexit. Síðast en ekki síst bjóðum við upp á hágæða menningarviðburði í samstarfi við verðlaun Norðurlandaráðs.

Dagskráin verður birt í sumar.