Norræn dagskrá á lýðræðishátíðinni LÝSU á Akureyri

06.09.19 | Viðburður
Viltu kynnast Norðurlöndunum betur og fræðast um norræna samvinnu? Fylgstu með okkur á LÝSU í ár.

Upplýsingar

Dates
06 - 07.09.2019
Location

Ísland

Type
Umræðufundur

LÝSA verður haldin í höfuðstað Norðurlands, Akureyri, 6. og 7. september og er þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Sem fyrr bjóða Norðurlönd í fókus og Norræna félagið til áhugaverðrar dagskrár með norrænum viðburðum báða dagana, í samvinnu með sendiráði Svíþjóðar á Íslandi, RIFF og formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni bjóðum við ykkur velkomin á Norrænu dagskránna í ár.

Í dagskránni er áhersla lögð á stefnumótun formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni undir yfirskriftinni Ungt fólk á Norðurlöndunum og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Haldnir verða fyrirlestrar og efnt til umræðna meðal annars um fyrstu þúsund daga barnsins, nýja framtíðarsýn í norrænni samvinnu og samvinnu nokkurra sterkustu listahátíða Norðurlandanna. Við bjóðum ykkur í bíó að sjá eina af ferskustu kvikmynd Danmerkur og fá smjörþefinn af því sem koma skal á RIFF í ár. Og síðast en ekki síst verða tilkynnta tilnefningar til hinna virtu Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. 

Föstudagur 6. sept

Naust kl. 12.30-13.30 - Fyrstu þúsund dagar barnsins

Fyrstu þúsund dagar barnsins ná frá meðgöngu fram að tveggja ára aldri. Á þessu mikilvæga tímabili mótast barnið sem einstaklingur og það hefur áhrif á geðheilsu þess síðar á lífsleiðinni svo sem á unglingsárum. Markmið verkefnisins er að finna bestu leiðir til að efla geðheilsu og vellíðan á fyrstu árum lífsins þannig að öll börn á Norðurlöndunum hljóti besta mögulega upphaf í lífinu. Gerð verður greining á núverandi stöðu og söfnun góðra aðferða hvað varðar geðheilsu mæðra á meðgöngu, eflingu tilfinningatengsla milli barna og foreldra, snemmtæka íhlutun við áhættuþáttum í lífi ung- og smábarna, og vellíðan yngstu barnanna í leikskólum. 

María Helen verkefnastjóri Landlæknisembættisins kynnir vinnuna við verkefnið

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG og nefndarmaður Íslands í velferðarnefnd Norðurlandaráðs

Pétur Maack Þorsteinsson yfirsálfræðingur heilbrigðisstofnun Norðurlands -

Fundarstjóri er Sveinn Arnarsson blaðamaður og félagsfræðingur    -

Dynheimar kl. 14:15 – 15:15 Women's situation in politics (Kvinnors situation i toppolitiken. Magten. Livet)

Hamraborg svið kl. 18:15 – Stormsystur – Kvikmyndasýning

Stormsystur er um átta unglingsstelpur sem neita að gera það sem heimurinn ætlast til af þeim. Þær sigla inn í fullorðinsárin í litríkum fötum, Pikachu og með miðfingurinn á lofti. Á einu dönsku sumri átta þær sig á því að þær þurfa hver á annarri að halda til að komast í gegnum stormsveip unglingsáranna.

Stormsystur er fyrsta mynd Anniku Berg í fullri lengd og klisjan um að danskar kvikmynd séu grálitaðar félagslegu raunsæi er beinlínis rústað í þessri frumraun Anniku. Hér springa litirnir í skynjunarpönki, með villtri fagurfræði sinni er Berg hér að staðsetja sig sem fagurfræðidrottningu danskra kvikmynda.

Laugardagur 7. sept

Hamragil kl. 11 – Tilkynnt um tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2019

Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna tilkynnir opinberlega um tilnefningar til hinna virtu Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2019. Þema verðlaunanna í ár er verkefni sem stuðla að sjálfbærri neyslu og framleiðslu með því að gera meira og betur fyrir minna. Þemað endurspeglar og styður við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 12, sjálfbæra neyslu og framleiðslu.

Hamragil Kl.12:45 – 13:30 – Ný framtíðarsýni í Norrænu samstarfi

Við á Norðurlöndum setjum okkur þá framtíðarsýn að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Allt starf Norrænu ráðherranefndarinnar á að þjóna því markmiði. Græn Norðurlönd – Saman ætlum við að greiða fyrir grænum umskiptum í samfélögum okkar og vinna að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásarhagkerfi og lífhagkerfi. Samkeppnishæf Norðurlönd – Saman ætlum við að efla grænan hagvöxt á Norðurlöndum sem byggist á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu. Félagslega sjálfbær Norðurlönd – Saman ætlum við að efla samfellt svæði án aðgreiningar þar sem jafnrétti ríkir og sem byggist á sameiginlegum gildum og enn öflugri menningarsamskiptum og velferð.

Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur leiðir samtal við Sigurð Inga Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna um nýja og metnaðarfulla framtíðarsýn í Norrænu samstarfi.

Lundur Kl. 14 – Platform GÁTT

Platform GÁTT er vettvangur sem sameinar nokkrar af sterkustu listahátíðum Norðurlanda í verkefnum sem hafa það að markmiði að veita ungu listafólki af svæðinu tækifæri til þess að tengjast innbyrðis og koma listsköpun sinni á framfæri. Hröð þróun á alþjóðavettvangi og fjölgun íbúa frá öðrum menningarsvæðum kalla á breytingar í norrænu samstarfi sem fela í sér áskorun til aðlögunar og um leið tækifæri til menningarlegrar nýsköpunar. Mikilvægt er að styrkja og þróa menningar- og listalíf á Norðurlöndum með því að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum listamanna sín á milli og tengslum þeirra við norrænar listahátíðir og listviðburði.

Gunnar Karel Másson verkefnastjóri Plattform GÁTT kynnir verkefnið og fer yfir framtíðina í samvinnu norrænna listamanna + Borghildur Indriðadóttir listamaður verður með gagnvirkann fjargjörning