Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2022: Kynnist hinum tilnefndu á G Livelab
Upplýsingar
G Livelab
Yrjönkatu 3
00120 Helsingfors
Finnland
Tólf verk eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2022 fyrir listrænt gildi sitt. Þar á meðal er raftónlist, alþýðutónlist og klassísk tónlist og konseptverk á borð við nonett fyrir flautur og kínetísk ópera sem samin er af höfundum frá norrænu löndunum.
Hlýðið á frásagnir tónskáldanna sjálfra af verkum sínum sem alla jafna tengjast framtíð mannkyns auk tilfinningaþrunginna þema á borð við trega, hamingju og fjölbreytileika. Á dagskránni verður tónlistarflutningur tónskáldanna og í kjölfarið pallborðsumræður. Tónskáldin munu ræða hvernig það er að skapa tónlist sem innlegg eða viðbrögð við stöðu mála í heiminum í dag með tilliti til loftslagsvanda, styrjaldar og örvæntingar. Hvernig nýtir maður söguna til að endurspegla nútímann í gegnum tónlist? Hvernig skrifar maður tónlist sem sjálfsheilun og til að skapa von?
Fundarstjóri: Matti Nives / Radio Helsinki