Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2022: Kynnist hinum tilnefndu á Nordic Culture Point

Upplýsingar
Nordic Culture Point
Kaisaniemenkatu 9
00171 Helsinki
Finnland
Þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022 er „Náttúrumiðaðar lausnir – alhliða svar við hinum stóru umhverfisáskorunum samfélagsins“. Með þema ársins viljum við vekja athygli á þeirri staðreynd að náttúran og náttúrustýring leika lykilhlutverk í því að leysa loftslagsvandann og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Hún er því mikilvæg í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Að auki viljum við leggja áherslu á það að náttúrumiðaðar lausnir efla ekki aðeins umhverfið og líffræðilega fjölbreytni heldur er einnig hægt að skipuleggja slíkar lausnir þannig að þær skili félagslegu, menningarlegu og fjárhagslegu virði.
Sex einstök verkefni frá Norðurlöndum hafa verið tilnefnd til verðlaunanna í ár. Marianne Sundholm, blaðamaður hjá sænska Yle, mun stýra umræðum með hinum tilnefndu. Okkur mun gefast færi á að kynnast störfum þeirra betur og fræðast um það hvernig þau eru hvert með sínum hætti að þróa fjölhæfar lausnir sem takast ekki aðeins á við vanda líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsvandann heldur skapa einnig virði með ýmsu móti. Með því að horfa til verka þeirra munum við skoða hvernig lausnir þar sem náttúran er í fyrirrúmi geta aukið velferð fólks með því að veita fólki þætti á borð við afþreyingu og fræðslu, hreinna og heilnæmara umhverfi, byggilegri borgir og aukið viðnám gagnvart loftslagsvánni.
Við munum einnig heyra frá Aki Sinkkononen, fræðimanni sem fer fyrir rannsóknarteymi háskólans í Helsinki á sviði náttúrumiðaðra lausna, sem mun greina frá nýrri þekkingu á tengslunum á milli heilsu manna og nálægðar við náttúruna.
Tilneningar:
- Sund Vejle Fjord (Danmörk)
- Virho, samtök um vernd straumvatna (Finnland)
- Louise Lynge (Grænland)
- Votlendissjóður (Ísland)
- Kristianstads Vattenrike (Svíþjóð)
- Sveitarfélagið Mariehamn fyrir Nabbes våtmark (Álandseyjar)
Streymi
Taktu þátt í umræðunni á Twitter - #nrsession




