Vefþing - Norrænar loftslagsaðgerðir

24.06.20 | Viðburður
Far og datter i skogen
Ljósmyndari
Alexander Hall
Norræna ráðherranefndin býður til vefþings um Norrænar loftslagsaðgerðir – Skoðanir Norðurlandabúa og samstarf milli norrænu ríkjanna. Takið þátt til þess að fræðast um hvernig Norðurlöndin hyggjast auka samstarf sitt um loftslagsaðgerðir.

Upplýsingar

Gerð
Námstefna
Dagsetning
24.06.2020
Tími
14:00 - 15:30

Norræna ráðherranefndin býður til vefþings um Norrænar loftslagsaðgerðir – Skoðanir Norðurlandabúa og samstarf milli norrænu ríkjanna. Takið þátt til þess að fræðast um hvernig Norðurlöndin hyggjast auka samstarf sitt um loftslagsaðgerðir.

Skýrslan Democracy and climate commitment in the Nordic countries: common direction, different solutions verður kynnt á vefþinginu. Skýrslan sýnir að átta af hverjum tíu Norðurlandabúum hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum og eru á þeirri skoðun að norrænu ríkin ættu sem svæði að hafa forystu á sviði loftslagsaðgerða.

Dagskrá

14.00– 14.05

Fundarstjórinn, André Jamholt aðalráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni, býður þátttakendur velkomna

14.05– 14.15

Höfundur skýrslunnar Democracy and climate commitment in the Nordic countries: common direction, different solutions, Andrea Skjold Frøshaug, kynnir skýrsluna

14.15– 14.45

Pallborðsumræður um skoðanir Norðurlandabúa á loftslagsbreytingum eins og þær birtast í skýrslunni.

  • Lovisa Roos, formaður Fältbiologerna (Náttúra og ungmenni, Svíþjóð)
  • Lars-Henrik Paarup Michelsen, framkvæmdastjóri Norska umhverfissjóðsins
  • Mathias Botoft, fulltrúi Loftslagsráðs unga fólksins í Danmörku

14.45– 15.15

Pallborðsumræður um viðleitni norræns samstarfs til þess að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030.

  • Fanny Rehula, ráðgjafi um sjálfbæra þróun hjá Norrænu ráðherranefndinni
  • Ketil Kjenseth, formaður Sjálfbærra Norðurlanda, Norðurlandaráði
  • Nicholas Kujala, forseti Norðurlandaráðs unga fólksins árið 2020

15.15 – 15.30

  • Umræður og samantekt