Vísindamenn ryðja norrænum ostruiðnaði braut

25.03.19 | Fréttir
Lokala ostron säljs på Torvehallarna i Köpenhamn
Photographer
Stein Mortensen
Velur þú ostrur úr Skagerak, Vadehavet eða frá Orust með föstudagsfreyðivíninu? Það er eins gott að búa sig undir að svara þessari spurningu því góðar líkur eru á því að sjávarútvegurinn og ferðamannageirinn geti aflað tekna á hinni ásæknu tegund kyrrahafsostrunni. Í norrænu rannsóknarverkefni hefur verið kortlagt hvað þarf að gera til þess að leysa þetta viðtskiptatækifæri úr læðingi.

Skilgreinið hver á réttinn til að veiða og afla tekna á ostrunum!

Og þróið verkfæri til þess að tryggja matvælaöryggi!

Þetta eru tvær af þeim tillögum sem norræni rannsóknarhópurinn leggur fyrir yfirvöld sjávarútvegs og ferðamála landanna í nýju stefnumótunarskjali:

Vaxandi viðskiptalegur áhugi

Kyrrahafsostrur voru fluttar inn til Norðurlanda til eldis á 9. áratugnum. Í kringum árið 2006 fór tegundin að dreifa sér og kom sér á skömmum tíma fyrir við alla norrænu strandlengjuna. Tegundin er ágeng og veldur breytingum á lífkerfi sjávar og eyðileggingu útivistar- og baðsvæða. Það er útilokað að losna við hana. Þess vegna er vaxandi áhugi á því að nýta hana í matvælaiðnaði og í ferðamálageiranum.

„Kyrrahafsostran bragðast aðeins öðruvísi en sú ostra sem við þekkjum. En hún er ein þeirra tegunda sem mest er ræktuð í heiminum. Það er risamarkaður fyrir hana í heiminum og sennilega líka hér heima fyrir,“ segir Stein Mortensen, vísindamaður við hafrannsóknastofnunina í Bergen og verkefnisstjóri.

Mismunandi reglur milli landa um nýtingu  

Í samnorræna rannsóknarverkefninu er unnið að því að greina forsendur fyrir því að kyrrrahafsostran geti orðið tekjulind. Áskoranirnar taka bæði til lagalegra og fjárhagslegra réttinda og matvælaöryggis.

Í Danmörku á ríkið ostrustofninn og þeir sem vilja hafa af honum tekjur verða að hafa leyfi frá Fiskeristyrelsen. Í Svíþjóð eiga landeigendur rétt til ostra allt að 200 metrum frá landi og þeir eiga þá að gefa leyfi fyrir nýtingu ostranna.

 

Yfirfæra réttindi

Í Noregi eru engar reglur um réttinn til þess að nýta skelfisk en í raun eiga lendeigendur ákveðinn rétt.

„Löndin verða að skýra málið fyrir lögum og koma upp regluverki um það hvernig færa má réttinn til þeirra sem framleiða ostrur í hagnaðarskyni,“ segir Stein Mortensen.

Vísindamennirnir sjá góða möguleika á að hefja megi blómlegan ferðaiðnað í tengslum við ostruveiðar en til að það megi verða þurfi löndin að koma upp kerfi sem gefur upp hvar og hvenær öruggt sé að veiða ostrurnar.

Meta þarf heilsufarslega áhættu

„Fæðuöryggi er akkílesarhæll ostruiðnaðarins,“ segja vísindamennirnir í skýrslunni og vísa tll hættu vegna þörungaeitrunar, vírusa og baktería. 

Til þess að þróa megi fleiri arðbær fyrirtæki verður aðgengið að ostrunum að vera áreiðanlegt. Þá mæla vísindamennirnir með að þróaðar verði öruggar geymslur fyrir ostrur sem hafa verið veiddar. 

Samkoma vísindamanna í Gautaborg

Dagana 26. og 27. mars safnast norrænir vísindamenn saman í Gautaborg til að skiptast á þekkingu um það hvernig kyrrahafsostran hefur áhrif á vistkerfi og hvaða tækifæri eru fyrir hendi til að nýta þessa tegund sem nýja tekjulind.