Bankareikningur í Noregi

Bank i Norge
Hér geturðu lesið meira um hvernig þú stofnar bankareikning og tekur bankalán í Noregi. Upplýsingar um BankID og önnur stafræn auðkenni eru einnig á þessari vefsíðu.

Almenn bankaþjónusta er að meginreglunni til aðgengileg öllum sem búa í Noregi. Til að geta stofnað bankareikning í Noregi þarftu að geta sýnt fram á hver þú ert með fullgildum skilríkjum. Gilt norskt vegabréf er einnig gilt persónuskilríki. Gild persónuskilríki annarra landa eru einnig gild. Hafðu samband við bankann sem þú hefur augastað á til að kanna hvort hægt sé að framvísa annars konar persónuskilríkjum.

Að öllu jöfnu þarftu að vera með norska kennitölu eða norskt D-númer til þess að geta stofnað bankareikning í Noregi.

Sumar bankar eru með útibú í fleiri en einu Norðurlandanna. Því er ástæða til að kanna hvort bankinn í heimalandi þínu geti aðstoðað þig við að stofna reikning í norskum banka ef þú býrð ekki í Noregi.

MinID 

MinID er persónulegur auðkennislykill að opinberi þjónustu í Noregi. MinID veitir þér til að mynda aðgang að ýmissi þjónustu NAV (almannatrygginga) og gerir þér kleift að sækja um háskólanám, sækja um lán og styrki hjá Lånekassen og skila skattskýrslunni rafrænt. Með PIN-númeri og sjálfvöldu aðgangsorði geturðu auðkennt þig í rafrænum samskipum við opinberar stofnanir í Noregi. Þú stofnar MinID-aðganginn sjálf/ur en til þess þarftu norska kennitölu eða D-númer. 

BankID

BankID eru rafræn persónuskilríki sem veita þér aðgang að opinberri þjónustu á efsta öryggisstigi. BankID færðu hjá viðskiptabankanum þínum. 

Greiðslukort og húsnæðislán

Bankar fara yfirleitt fram á að þú sért með lögheimili í Noregi áður en þeir veita þér kreditkort, t.d. MasterCard eða yfirdráttarheimild. Þegar þú sækir um kreditkort hjá norskum banka er lánshæfi þitt metið og farið fram á gögn um fjárhagsstöðu þína. Fyrir vikið getur bankinn kannað hvort þú sért á vanskilaskrá og önnur atriði sem skipta máli við lánshæfimatið. Þú færð alltaf skriflega tilkynningu þegar lánshæfi þitt hefur verið metið. Lánshæfimat veitir norskum bönkum eingöngu upplýsingar um stöðu þína í Noregi og þess vegna verður þú að leggja fram gögn um tekjur þínar erlendis frá.

Bankinn leggur mat á það hvort hann vilji gefa út greiðslukort fyrir þig eða veita þér lán. Því er mikilvægt að ræða við bankann um þá kosti sem eru í boði.

Greiðslur milli landa

Ef þú hyggst yfirfæra peninga til móttakanda í útlöndum eða taka við greiðslu frá útlöndum þarftu yfirleitt IBAN-númer sem er notað við alþjóðlegar greiðslur. IBAN samanstendur af landskóða, bankanúmeri, höfuðbók, reikningsnúmeri, kennitölu og tveggja stafa tölu sem er reiknuð út eftir ákveðnum leiðum. IBAN eykur öryggi við greiðslur milli landa. Auk þess þarftu SWIFT-númer eða BIC-númer (Bank Identifier Code) banka móttakandans. Hafðu samband við bankann þinn og kynntu þér verðskrá fyrir alþjóðlegar greiðslur.

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna