Fæðingarorlofsgreiðslur í Færeyjum

Færøske barselsdagpenge
Hér má lesa um færeyskar reglur um fæðingarorlof og fæðingarorlofsgreiðslur

Áttu rétt á orlofi vegna meðgöngu, fæðingar eða ættleiðingar?

Konur á vinnumarkaði í Færeyjum eiga rétt á fæðingarorlofi í 4 vikur fyrir áætlaðan fæðingardag barns og 42 vikur eftir fæðingu. Forfallist móðir vegna veikinda á meðgöngutíma á hún rétt á að hefja töku fæðingarorlofs allt að 13 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. 

 

Feður eiga að jafnaði rétt á fæðingarorlofi í 4 vikur en geta jafnframt tekið allt að 28 vikur af fæðingarorlofi móður. 

Báðir foreldrar skulu nýta rétt sinn til fæðingarorlofs áður en liðnar eru 52 vikur eftir fæðingu og geta þeir haldið 4 vikur samtímis.

 

Ef um ættleiðingu er að ræða eiga báðir foreldrar rétt á fæðingarorlofi í 4 vikur fyrir komu barnsins og allt að 56 vikur eftir að barnið er komið inn á heimilið. 

 

Konunni ber að tilkynna vinnustaðnum áður en 8 vikur eru liðnar frá fæðingu hvenær hún hyggst snúa aftur til vinnu. Föðurnum (hinu foreldrinu) ber að tilkynna vinnustaðnum áður en 4 vikur eru til áætlaðs fæðingardags barnsins hvenær hann hyggst taka orlofið. Sömu reglur gilda ef um ættleiðingu er að ræða.

 

 

Áttu rétt á fæðingarorlofsgreiðslum í orlofinu?

Skilyrði fyrir því að fá fæðingarorlofsgreiðslur eru:

•Að þú eigir lögheimili í Færeyjum og greiðir skatta þar í landi.

•Að þú sért með barninu þínu á því tímabili sem þú færð fæðingarorlofsgreiðslur.

 

Fæðingarorlofsgreiðslur eru greiddar vegna meðgöngu, fæðingar og ættleiðingar. Þú átt rétt á fæðingarorlofsgreiðslum í 42 vikur á fyrstu 46 vikum eftir fæðingu. Faðirinn á rétt á orlofsgreiðslum í 4 vikur samtímis þér áður en liðnar eru 46 vikur frá fæðingu. Foreldrarnir geta skipt síðustu 28 vikunum á milli sín en mega ekki vera samtímis í fæðingarorlofi á umræddu tímabili. 

 

Í lögum um fæðingarorlof segir:

Við fæðingu fjölbura bætist 4 vikna viðbótarréttur við þær 28 vikur sem foreldrarnir geta skipt á milli sín.

Fæðist barn eða börn fyrir 32. viku meðgöngu bætist 8 vikna viðbótarréttur við þær 28 vikur sem foreldrarnir geta skipt á milli sín.

Skipti foreldrar greiddu fæðingarorlofi á milli sín ber þeim að gera það í heilum samhangandi vikum.

Launafólk:

Launafólk (með skattskyldar launatekjur) á ýmist rétt á launuðu eða launalausu fæðingarorlofi. Fer það eftir ráðningarsamningi og vinnustað hvort þú færð launað fæðingarorlof. Laun eru ýmist greidd á öllu orlofstímabilinu, á hluta þess eða alls ekki.

Fáir þú engin laun í fæðingarorlofinu þarftu að sækja um fæðingarorlofsgreiðslur hjá færeyska fæðingarorlofssjóðnum Barsilsskipanin.

Sjálfstætt starfandi:

Ef þú ert sjálfstætt starfandi geturðu keypt tryggingu til að öðlast rétt á fæðingarorlofsgreiðslum úr .

Skilmálarnir eru:

•Að þú eigir lögheimili í Færeyjum;

•Að þú hafir tekjur sem sjálfstætt starfandi í Færeyjum sem einyrki eða ásamt öðrum;

•Að sjálfstæður atvinnurekstur sé þín aðaltekjulind.

Námsmenn:

Þar sem námsstyrkir reiknast ekki sem launatekjur eiga námsmenn í fæðingarorlofi ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum. Námsmenn eiga rétt á fæðingarstyrk úr færeyska námsstyrkjasjóðnum . 

Annars staðar á Norðurlöndum reiknast námsstyrkir sem launatekjur. Ef þú flytur til Færeyja frá öðru norrænu landi og greiðslurnar taka mið af námsstyrk þínum geturðu ekki haldið styrknum því í umræddum tilvikum reiknast hann sem launatekjur. Námsstyrkir eru ekki skattskyldar tekjur þegar þú býrð í Færeyjum.

 

Lestu nánar um fæðingarorlof námsmanna hjá færeyska námsstyrkjasjóðnum Studni.

Atvinnuleitendur:

Ef þú ert atvinnuleitandi er ALS (atvinnuleysistryggingasjóðurinn) skráður atvinnurekandi þinn og þú færð áfram sömu dagpeninga og þú fékkst sem atvinnuleitandi.

Nánari upplýsingar um fæðingarorlof fólks án atvinnu veitir atvinnuleysistryggingasjóðurinn ALS.

Beint úr námi:

Hafir þú verið skemur en 12 mánuði á vinnumarkaði þar til fæðingarorlofið hefst taka fæðingarorlofsgreiðslur þínar mið af umræddu stutta tímabili.

Nýlokinn námi er sá einstaklingur sem undanfarna 12 mánuði:

•Hefur lokið námi og fengið vinnu;

•Hefur lokið námi og skráð sig sem atvinnuleitanda hjá ALS (færeyska atvinnuleysistryggingasjóðnum),

•Er á vinnumarkaði í fyrsta sinn.

 

Í þeim tilvikum taka fæðingarorlofsgreiðslur mið af meðaltekjum einstaklingsins í þá mánuði sem hann hefur verið í vinnu. 

Hafir þú t.a.m. verið í vinnu í 4 mánuði þar til fæðingarorlof hefst miðast fæðingarorlofsgreiðslur þínar við meðaltekjur þínar síðustu 4 en ekki 12 mánuði.

Hvernig sækirðu um fæðingarorlofsgreiðslur? 

Þú sækir um fæðingarorlofsgreiðslur hjá færeyska fæðingarorlofssjóðnum . Umsóknin er afgreidd þegar fæðingarorlof þitt hefst. Umsóknin þarf að berast áður en 1 ár er liðið frá fæðingu en réttur á fæðingarorlofsgreiðslum fellur burt ef sá frestur er ekki virtur.

 

Hvernig eru fæðingarorlofsgreiðslur greiddar?

Fæðingarorlofsgreiðslur taka mið af meðaltekjum þínum síðustu 12 mánuði áður en þú hefur fæðingarorlof. Hámarksgreiðslur nema 25.000 færeyskum krónum. Það þýðir að þú færð í mesta lagi 25.000 færeyskar krónur greiddar á mánuði óháð því hvort meðaltekjur þínar hafa verið hærri.

 

Launafólk ávinnur sér lífeyrisréttindi á meðan á fæðingarorlofi stendur í Færeyjum.

 

Hvaða reglur gilda ef þú flytur til annars norræns lands áður en orlof hefst eða meðan á því stendur?

 

Geturðu fengið færeyskar fæðingarorlofsgreiðslur ef þú flytur til Færeyja áður en orlofið hefst?

Ef þú flytur til Færeyja frá öðru norrænu landi geturðu sótt um fæðingarorlofsgreiðslur hjá . þarf launaupplýsingar þínar síðustu 12 mánuði áður en fæðingarorlof hefst til þess að geta reiknað út fæðingarorlofsgreiðslur þér til handa.

Eigir þú rétt á dagpeningunum eða öðrum bótum vegna tekjumissis í öðru norrænu landi þrátt fyrir að þú flytjir til Færeyja áttu ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum frá á sama tímabili.

þarf skriflegt vottorð frá sveitarfélaginu sem þú flytur úr til staðfestingar á því að þú eigir ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum þar í landi.

 

Geturðu tekið með þér færeyskar fæðingarorlofsgreiðslur ef þú flytur til annars norræns lands eftir að fæðingarorlof hefst? 

Ef þú flytur frá Færeyjum til annars norræns lands eftir að fæðingarorlofsgreiðslur hefjast geturðu haldið fæðingarorlofsgreiðslunum frá Færeyjum. Þú getur ekki haldið fæðingarorlofsgreiðslunum í Færeyjum ef þú flytur til lands utan Norðurlanda.

Flytjir þú til annars norræns lands greiðirðu ekki skatt af fæðingarorlofsgreiðslunum í Færeyjum heldur í búsetulandinu samkvæmt Norðurlandasamningnum um almannatryggingar. Ef sú er raunin þarftu að senda færeyskum skattyfirvöldum (TAKS) sem fyrst tilkynningu þess efnis frá búsetulandinu. 

 

Hver veitir svör við spurningum? 

Nánari upplýsingar um fæðingarorlof í Færeyjum veitir færeyski fæðingarorlofssjóðurinn, Barsilsskipanin.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna