Fólk með fötlun í Svíþjóð

Handicap rullestol sport
Photographer
Audi Nissen
Hér eru gefnar upplýsingar um möguleika og réttindi fólks með fötlun við flutning til Svíþjóðar. Einnig eru gefnar upplýsingar um hvaða reglur gilda þegar ferðast eða flutt er frá Svíþjóð til annars norræns lands.

Norræni sáttmálinn um félagslega aðstoð og félagslega þjónustu gildir um norræna ríkisborgara og aðra einstaklinga með lögheimili í norrænu landi. Í sáttmálanum eru ákvæði um flutning einstaklings sem þarf á langvarandi meðferð eða umönnun að halda til annars norræns lands.

Það felur í sér að viðeigandi stjórnvöld í landinu sem flutt er til eða frá eiga að aðstoða við flutning ef norrænn ríkisborgari sem þarf meðferð eða umönnun vill flytja til annars norræns lands.

Skilyrði er að einstaklingurinn flytji að eigin ósk og hafi sérleg tengsl við landið sem hann hyggst flytja til. Auk þess er þess vænst að flutningurinn muni bæta lífsgæði viðkomandi.

Ef aðstæður þínar eru eins og hér hefur verið lýst áttu að leita aðstoðar við flutningana hjá sveitarfélaginu sem þú býrð í. Ef nauðsynlegt er skal vísa í sáttmálann um félagslega aðstoð.

Réttindi og úrræði í Svíþjóð

Einstaklingur með fötlun er einstaklingur sem þarf aðstoð vegna skertrar andlegrar eða líkamlegrar getu. Einstaklingar með fötlun eiga að geta tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra.

Svíþjóð hefur fullgilt Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem tryggir rétt allrar þátttöku. Kveðið er á um aðstoð við fólk með fötlun í ýmsum lagabálkum en þar má nefna Lög um sveitarstjórnir (KL), Lög um félagsþjónustu (SoL) og Lög um aðstoð og þjónustu við fólk með tilteknar tegundir fötlunar (LSS). Ef þú ert með fötlun veita þessi lög þér rétt til aðstoðar við samfélagsþátttöku til jafns við aðra.

Stuðningurinn getur til dæmis falist í því að einstaklingur aðstoðar þig við að leysa verkefni í daglegu lífi. Þá getur einstaklingur með fötlun á rétt á greiðslum ef fötlunin hefur í för með sér sérstök útgjöld eða ef viðkomandi þarf til dæmis aðstoð til þess að geta stundað vinnu eða nám. Sækja um styrk vegna fötlunar hjá Försäkringskassan.

Ef þú átt barn með fötlun geturðu átt rétt á umönnunarbótum.

Fáðu nánari upplýsingar hjá sveitarfélaginu þínu í Svíþjóð ef þú býrð við fötlun.

Ferðaþjónusta fyrir fólk með fötlun í Svíþjóð

Ef þú átt erfitt með að ferðast ein/n eða með almenningssamgöngum geturðu átt rétt á ferðaþjónustu fyrir fólk með fötlun. Ferðaþjónusta fólks með fötlun er til viðbótar við almenningssamgöngur og er ætluð fólki sem býr við fötlun. Ferðaþjónustan fer fram í leigubílum eða litlum rútum.

Sveitarfélagið ákveður hvort þú átt rétt á slíkri ferðaþjónustu.

Hjálpartæki fyrir fólk með fötlun í Svíþjóð

Í Svíþjóð hefur fólk með fötlun aðgang að margskonar hjálpartækjum svo sem hjólastól, göngugrind, sérstökum eldhúsáhöldum og stólum og salernum sem henta fólki með fötlun. Hafa má samband við viðkomandi landshlutastjórn og sveitarfélag til að fá upplýsingar um möguleg hjálpartæki.

Försäkringskassan veitir rafræna þjónustu og upplýsingar um það hvaða aðstoð þú getur fengið ef þú býrð við fötlun.

Försäkringskassan úrskurðar og annast greiðslur vegna fötlunar, umönnunarbætur, bílastyrki og þóknanir til aðstoðarmanns. Þú getur einnig sótt um hjálpartæki við vinnu, virknibætur, veikindabætur og húsnæðisbætur.

Þú getur einnig fengið aðstoð og ráðgjöf hjá samtökum einstaklinga með fötlun. Í Svíþjóð starfa tvenn regnhlífarsamtök með 44 aðildarfélögum.

Hjálpartæki við ferðir til og frá Svíþjóð

Meginreglan er sú að þú getur tekið hjálpartæki með þér til útlanda frá Svíþjóð ef þú hyggst dveljast erlendis um styttri tíma.

Meginreglan er sú að búsetulandið útvegi hjálpartæki. Ekki er heimilt að flytja með sér persónuleg hjálpartæki þegar flutt er frá Svíþjóð til annars lands. Aðrar reglur eiga við um sænska ellilífeyrisþega sem eru búsettir í öðru ESB/EES-landi eða Sviss.

Þegar flutt er til og frá útlöndum skaltu kanna hvaða hjálpartæki og greiðslur er heimilt að flytja með sér og hvað þú þurfir að sækja um í nýja landinu.

Þegar þú flytur frá Svíþjóð til annars lands skaltu kanna hjá landshlutastjórn þíns búsetusvæðis og hjá Försäkringskassan hvað á við í þínum aðstæðum.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna