Framfærslustyrkur í Finnlandi

Framfærslustyrkur í Finnlandi
Dveljir þú í Finnlandi til lengri tíma kannt þú að eiga rétt á fjárhagsstuðningi umfram grunnframfærslu ef tekjur þínar og eignir nægja þér eða fjölskyldu þinni ekki fyrir daglegum nauðsynjum.
Framfærslustyrkur er ávallt lokaúrræði. Þú skalt því reyna að tryggja framfærslu þína með öðru móti, svo sem með því að nýta launatekjur, sparnað eða sækja að öðrum kosti um t.d. atvinnuleysisbætur eða sjúkradagpeninga.
Framfærslustyrkur er í raun þríþættur:
- grunnframfærsla
- uppbótarframfærsla
- fyrirbyggjandi framfærsla.
Grunnframfærslustyrk er úthlutað af finnsku almannatryggingastofnuninni (Kela). Félagsmálasvið sveitarfélaganna hafa umsjón með úthlutun uppbótarframfærslustyrks og fyrirbyggjandi framfærslustyrks. Hér er fyrst og fremst fjallað um grunnframfærslu á vegum almannatryggingastofnunar.
Réttur til framfærslustyrks?
Réttur til framfærslustyrks er metinn með útreikningum mánaðarlega. Til grundvallar útreikningunum liggja tekjur og eignir, auk viðmiða um hæfileg neysluútgjöld. Með tekjum og eignum er hér átt við samanlagðar nettótekjur og eignir fjölskyldumeðlima. Með nettótekjum er átt við tekjur eftir skatt.
Grunnframfærslustyrkur samanstendur annars vegar af grunnhlutdeild og hins vegar hlutdeild annarra grunnútgjalda. Grunnhlutdeildin er föst upphæð sem ætluð er fyrir nauðsynleg útgjöld daglegs lífs (svo sem vegna matar- og fatakaupa). Með öðrum grunnútgjöldum er meðal annars átt við húsnæðiskostnað og útgjöld vegna opinberrar heilbrigðisþjónustu sem ekki falla undir grunnhlutdeild (svo sem komugjald heilsugæslu og sjálfsábyrgðarhluta í niðurgreiddum lyfjum).
Hvernig er framfærslustyrkur reiknaður út?
Réttur til framfærslustyrks er metinn með útreikningum mánaðarlega. Til grundvallar útreikningunum liggja tekjur og eignir, auk viðmiða um hæfileg neysluútgjöld. Með tekjum og eignum er hér átt við samanlagðar nettótekjur og eignir fjölskyldumeðlima. Með nettótekjum er átt við tekjur eftir skatt.
Grunnframfærslustyrkur samanstendur annars vegar af grunnhlutdeild og hins vegar hlutdeild annarra grunnútgjalda. Grunnhlutdeildin er föst upphæð sem ætluð er fyrir nauðsynleg útgjöld daglegs lífs (svo sem vegna matar- og fatakaupa). Með öðrum grunnútgjöldum er meðal annars átt við hóflegan húsnæðiskostnað og útgjöld vegna opinberrar heilbrigðisþjónustu sem ekki falla undir grunnhlutdeild (svo sem komugjald heilsugæslu og sjálfsábyrgðarhluta í niðurgreiddum lyfjum).
Hvaða skilyrði þarf að uppfylla?
Fjárhagsstuðningur umfram grunnframfærslu er í boði fyrir einstakling eða fjölskyldu sem dvelur í Finnlandi til lengri tíma ef samanlagðar tekjur og eignir nægja ekki fyrir daglegum nauðsynjum. Finnska almannatryggingastofnunin leggur mat á eðli dvalar í hverju tilviki fyrir sig.
Hvað get ég fengið mikið?
Grunnframfærslustyrkur er tekjutengdur. Réttur til grunnframfærslustyrks er metinn mánaðarlega með útreikningum sem grundvallast á lögum.
Hvernig sæki ég um styrkinn?
Sótt er um grunnframfærslu hjá finnsku almannatryggingastofnuninni (Kela). Umsókn og nauðsynleg viðhengi má einnig senda í bréfpósti. Hafir þú sérstök útgjöld sem grunnframfærslustyrkur dugir ekki fyrir getur félagsmálasvið í þínu sveitarfélagi tekið ákvörðun um að veita uppbótarframfærslustyrk og/eða fyrirbyggjandi framfærslustyrk. Sveitarfélagið metur umsóknir um uppbótarframfærslustyrk og fyrirbyggjandi framfærslustyrk.
Er hægt að fá styrkinn um leið og flutt er til Finnlands?
Gengið er út frá þeirri meginreglu að erlendum ríkisborgurum beri sjálfum að standa straum af framfærslu sinni. Erlendir ríkisborgarar sem dvelja í Finnlandi til lengri tíma eiga rétt á grunnframfærslustyrk með sömu skilyrðum og finnskir ríkisborgarar sem búsettir eru í landinu. Finnska almannatryggingastofnunin leggur mat á eðli dvalar í hverju tilviki fyrir sig. Fólk sem dvelur í Finnlandi á þó ávallt rétt á grunnhlutdeild grunnframfærslustyrks (sem nemur kostnaði vegna nauðsynlegra matar- og lyfjakaupa).
Er styrkurinn greiddur til annarra landa?
Réttur til framfærslustyrks einskorðast við kostnaðarliði sem tengjast dvöl umsækjanda í Finnlandi.
Hvert skal beina spurningum?
- Finnska almannatryggingastofnunin (Kela)
Upplýsingar um uppbótarframfærslu og fyrirbyggjandi framfærslu veitir félagsmálasvið þíns sveitarfélags.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.