Framhaldsskólar á Grænlandi

Unge i Norden - Grønland
Ljósmyndari
Mats Bjerde
Hér er að finna yfirlit yfir þá framhaldsmenntun sem stendur til boða á Grænlandi.

Framhaldsmenntun er það skólastig sem tekur við að loknum grunnskóla. Framhaldsmenntun getur verið undirbúningur fyrir bóklegt nám (GUX) eða hagnýtt nám sem miðar að ákveðnu starfi (EUD).

Menntaskólanám – GUX

Á Grænlandi er hægt að taka stúdentspróf á 2, 3 eða 4 árum. GUX er bóklegt framhaldsnám, sem undirbýr nemandann fyrir áframhaldandi æðra nám. Grænlenskt GUX-próf er hægt að nota til þess að sækja um nám við æðri menntastofnanir á Grænlandi, í Danmörku, á Norðurlöndum og í öðrum löndum.

Í GUX fara nemendur fyrst í gegnum hálfs árs kjarna sem er eins fyrir alla menntskólanema á landinu. Eftir það er námsbraut í 2,5 ár. Það eru níu mismunandi námsbrautir, sem eru breytilegar milli menntaskóla.

GUX miðar ekki aðeins að því að undirbúa nemendur fyrir æðra nám, heldur er markmiðið einnig að móta heilsteypta einstaklinga með gagnrýna hugsun og skoðanir um menningarleg gildi sín og annara.

Á Grænlandi eru fjórir menntaskólar sem í heildina telja um 1300 nemendur.

  • Aasiaat
  • Nuuk
  • Qaqortoq
  • Sisimiut

Menntaskólinn í Aasiaat býður einnig upp á tveggja ára GUX fyrir fullorðna eldri en 23 ára.  Einnig býður menntaskólinn í Sisimiut upp á eins árs viðbótarnám til stúdentsprófs (GSK) þar sem hægt er að bæta einkunnir aflokins stúdentsprófs eða bæta við sig hærra stigi, ef viðkomandi þarf að auka við sig til þess að uppfylla aðgangskröfur hjá æðri menntastofnun.

Fjarmenntaskólanám – eGUX

Boðið er upp á  tveggja ára menntaskólanám í fjarnámi í gegnum eGUX Sisimiut. Hér geta námsmenn klárað heilt tveggja ára stúdentspróf. Hægt er að velja milli tveggja námsbrauta, og fögin er einnig hægt að velja sem einstök fög (eGENK).

Menntaskólinn í Sisimiut býður einnig upp á eins árs menntaskólaviðbótarnám (eGSK) sem samsvarar GSK.

Starfsmenntun – EUD

Starfsmenntun miðar að ákveðnum störfum sem nemandinn getur stundað að námi loknu án þess að þurfa að bæta við sig meira námi. Grænlensk starfsmenntun er mislöng, en yfirleitt 1-5 ár.

Námið skiptist bæði í bóklegt nám og starfsnám. Sum starfsmenntun er aðeins kennd á Grænlandi, en aðrar eru með innbyggðu námsferli í Danmörku.

Það er fjöldi starfsnáms í boði sem flokkast í átta námsbrautir:

  • Næring og matvæli
  • Sjávarútvegur og siglingar
  • Handiðnaður og vélvirkjun
  • Skrifstofustörf og verslun
  • Listir og menning
  • Uppeldisfræði og heilbrigðismál
  • Samgöngur og tækni
  • Ferðaþjónusta og landbúnaður

Til þess að byrja í starfsmenntun þarf að hefja nám í iðnskóla og finna starfsþjálfunarstöðu. 

Það eru margar menntastofnanir á Grænlandi sem bjóða uppá starfsmenntun:

Skapandi starfsmenntun

Listaskólinn í Nuuk býður upp á eins árs listanámskeið fyrir ungt fólk sem langar að verða listamenn. Menntunin gefur í sjálfu sér ekki ákveðin réttindi eða færni, en er hugsuð sem undirbúningur til þess að geta sótt um í dönskum eða erlendum myndlistarskólum eða listaháskólum.

Þjóðleikhús Grænlands býður upp á tveggja ára leiklistarnám fyrir umsækjendur eldri en 18 ára sem standast inntökupróf. Skólinn tekur inn nema annað hvert ár.

Í Sisimiut er Kalaallisuuliornermik Ilinniarfik, sem býður upp á tveggja ára grunnnám í gerð grænlenskra þjóðbúninga. Í framhaldi af því námi er boðið upp á sérhæfingu í hálft ár. Nemendur eru teknir inn annað hvert ár.

Grænlenskur námsstyrkur

Til að eiga rétt á námsstyrk á Grænlandi þarft þú að vera:

  • Danskur ríkisborgari
  • Búsett/ur á Grænlandi
  • Skráð/ur í háskólanám og virk/t/ur í námi

Danskir og færeyskir námsmenn, sem eru danskir ríkisborgarar, uppfylla kröfurnar ef þau eru búsett í Grænlandi og eru virk í námi.

Uppfylli viðkomandi ekki kröfurnar er hægt að sækja um undanþágu, ef hægt er að sýna fram á sérstaka tengingu við Grænland.

Sé grænlenskur námsstyrkur ekki í boði er í flestum tilfellum hægt að fá námsstyrk frá eigin heimalandi í staðinn.

Stúdentagarðar á Grænlandi

Í grænlenskum námsbyggðum eru stúdentagarðar, sem eru undir umsjón hverrar námsstofnunar fyrir sig.

Í Nuuk eru flestir stúdentagarðar í umsjón sameiginlegrar skrifstofu stúdentagarða (KAF).

Hafi nemandi komist inn í nám á Grænlandi getur hann fengið leiðsögn í því að sækja um stúdentagarða hjá skrifstofu sinnar námsstofnunar.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna