Krafa um vegabréf þegar ferðast er til Danmerkur

En person rækker sit svenske pas til en anden.

Ljósmyndari
Vita Thomsen/norden.org
Þarf maður að hafa vegabréf þegar maður ferðast til Danmerkur frá öðru norrænu landi? Hvaða reglur gilda þegar ferðast er með börn? Hverjir þurfa að sækja um vegabréfsáritun til þess að geta ferðast til Danmerkur?

Norrænir ríkisborgarar sem ferðast til Danmerkur frá öðru norrænu landi þurfa ekki vegabréf en kunna þó að vera beðnir um að framvísa skilríkjum og sýna fram á þjóðerni sitt. Ríkisborgarar ESB- og Schengenlanda þurfa að framvísa vegabréfi eða nafnskírteini þegar ferðast er til Danmerkur. Ríkisborgarar annarra landa þurfa að framvísa vegabréfi og í ákveðnum tilvikum einnig vegabréfsáritun eða dvalarleyfi þegar ferðast er til Danmerkur.

Þarf maður vegabréf til að ferðast til Danmerkur?

Hér fyrir neðan má lesa um hvaða skilríki þarf að hafa meðferðis við mismunandi aðstæður. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæði dönsku lögreglunnar og í norræna vegabréfasamningnum. Á vefnum Ny i Danmark er að finna yfirlit yfir gild ferðaskilríki og skilyrði fyrir vegabréfsáritun og inngöngu í landið.

Norrænir ríkisborgarar eldri en 18 ára sem ferðast til Danmerkur frá öðru norrænu landi

Norræna vegabréfasambandið felur í sér að norrænir ríkisborgarar þurfi ekki að framvísa vegabréfi þegar ferðast er á milli norrænna landa.

Þó hefur verið tekið upp tímabundið landamæraeftirlit í sumum norrænum löndum, þar á meðal Danmörku. Það þýðir að þú kannt að þurfa að færa sönnur á að þú sért norrænn ríkisborgari. Aðeins vegabréf og nafnskírteini útgefin af löndunum innihalda upplýsingar um þjóðerni.

Þótt þú ferðist til Danmerkur án vegabréfs þarftu að geta framvísað skilríkjum þegar þess þarf. Lögreglan mælist því til þess að norrænir ríkisborgarar hafi meðferðis einhver af eftirfarandi skilríkjum:

  • Vegabréf
  • Ökuskírteini
  • Nafnskírteini með mynd, útgefið af löndunum (finnsk, norsk og sænsk nafnskírteini eru viðurkennd sem ferðaskilríki við komu til Danmerkur)

Norrænir ríkisborgarar yngri en 18 ára sem ferðast til Danmerkur frá öðru norrænu landi

Ef þú og barnið þitt búið erlendis og þú ert að íhuga að ferðast ásamt barninu til Danmerkur þarftu að gæta þess að gera það með löglegum hætti. Reglurnar í landinu þar sem barnið er skráð til heimilis, en ekki í Danmörku, segja til um hvort löglegt sé að ferðast með það til Danmerkur. Það á einnig við þótt einungis sé um frí að ræða. Nánari upplýsingar eru á boernebortfoerelse.dk.

  • Börn sem ferðast með foreldri eða forráðamanni: Krafan um eigin skilríki á ekki við um norræna ríkisborgara undir 18 ára aldri ef viðkomandi ferðast með foreldri eða forráðamanni sem er norrænn ríkisborgari og getur framvísað skilríkjum (sjá „Norrænir ríkisborgarar eldri en 18 ára sem ferðast til Danmerkur frá öðru norrænu landi“ hér fyrir ofan).
  • Börn sem ferðast án foreldris eða forráðamanns: Norrænir ríkisborgarar undir 18 ára aldri sem ferðast án foreldris eða forráðamanns þurfa að sýna fram á þjóðerni sitt rétt eins og fullorðnir. Lögreglan mælist því til þess að barnið hafi vegabréf meðferðis.
  • Skólaferðalög og slíkt: Sérstakar reglur gilda um nemendur undir 18 ára aldri sem taka þátt í skólaferðalagi á vegum opinbera skólakerfisins eða með frístundaheimili. Í skólaferðalagi þarf kennari eða annar einstaklingur yfir 18 ára aldri að fara fyrir hópnum og hafa undir höndum lista yfir alla nemendur og kennara sem taka þátt í ferðinni ásamt gögnum um tilgang og ástæðu ferðarinnar. Hægt er að fá lista vegna skólaferðalaga með því að snúa sér til danska útlendingaeftirlitsins (Udlændingestyrelsen) eða dönsku lögreglunnar. Kennarar sem fylgja hópnum verða að uppfylla skilyrði um inngöngu í landið.

Norrænir ríkisborgarar sem ferðast til Danmerkur frá landi utan Norðurlanda

Ef þú er ríkisborgari í norrænu landi og kemur til Danmerkur frá landi utan Norðurlanda þarftu að hafa meðferðis vegabréf eða nafnskírteini með mynd, útgefið af löndunum (finnsk, norsk og sænsk nafnskírteini eru viðurkennd sem ferðaskilríki við komu til Danmerkur). Börn þurfa einnig að hafa eigið vegabréf eða nafnskírteini.

Ríkisborgarar í ESB-, EES- eða Schengenlöndum sem ferðast til Danmerkur

Ef þú ert ríkisborgari í ESB-, EES- eða Schengenlandi utan Norðurlanda þarftu að hafa meðferðis gilt vegabréf eða nafnskírteini þegar þú ferðast til Danmerkur. Börn þurfa einnig að hafa eigið vegabréf eða nafnskírteini.

Almennt þarftu ekki að framvísa ferðaskilríkjum þegar þú ferð yfir innri landamæri á Schengensvæðinu. Löndin geta þó tekið upp tímabundið landamæraeftirlit hvenær sem og er þá þarf að framvísa skilríkjum þegar farið er yfir landamæri.

Ef þú ferðast til ESB- eða Schengenlands frá landi utan Schengen þarftu að hafa meðferðis gilt vegabréf.

Ríkisborgarar landa utan Norðurlanda, ESB, EES og Schengen sem ferðast til Danmerkur

Ef þú ert ekki ríkisborgari í norrænu landi, ESB-, EES- eða Schengenlandi þarftu að hafa meðferðis gilt vegabréf þegar þú ferðast til Danmerkur.

  • Ef þú ert ríkisborgari í landi sem ekki er krafist vegabréfsáritunar frá þarftu ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Danmerkur. Þú getur dvalist í Danmörku í 90 dag án vegabréfsáritunar eða dvalarleyfis.
  • Ef þú ert ekki ríkisborgari í landi sem ekki er krafist vegabréfsáritunar frá þarftu að hafa gilt vegabréf og vegabréfsáritun eða dvalarleyfi. Þú getur dvalist í Danmörku í 90 dag án dvalarleyfis en þarft þó vegabréfsáritun. Vegabréfið þarf að vera gilt í að minnst kosti þrjá mánuði eftir fyrirhugaða brottför úr landinu og ekki mega vera meira en tíu ár frá útgáfu þess.
  • Ef þú ert með dvalarleyfi í Danmörku geturðu ferðast um Schengensvæðið án vegabréfsáritunar í að hámarki 90 daga á 180 daga tímabili. Þú þarft að hafa vegabréfið og dvalarleyfið meðferðis. Ef þú ert með dvalarleyfi í öðru Schengenlandi geturðu ferðast til Danmerkur án vegabréfsáritunar í 90 daga á 180 daga tímabili. Þessi tímamörk eiga við um uppsafnaða dvöl á Schengensvæðinu í heild en ekki aðeins í einu landi.

Nánar á Ny i Danmark.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna