Niðurgreiðsla á dagvistun í Færeyjum

Finansiel støtte til friplads i Færøerne
Hér er að finna upplýsingar um réttindi þín til þess að fá niðurgreidda leikskóla- og frístundaheimilisvist í Færeyjum.

Foreldrar með lágar tekju geta átt rétt á fjárhagsstuðningi þannig að leikskólavist (vuggestue og børnehave) og frístundaheimilisvist barna þeirra verði þeim að kostnaðarlausu. Viljir þú sækja um um slíka niðurgreiðslu skaltu leita til þess sveitarfélags þar sem þú átt heima til að fá umsóknareyðublað.

 

Hversu miklu niðurgreiðslu er hægt að fá vegna dagvistar?

Stuðningurinn er tekjutengdur, þ.e. því hærri sem tekjur heimilisins eru því minni stuðningur er veittur og nái tekjur ákveðnu marki fellur hann niður.

Foreldrar sem geta staðfest að tekjur heimilisins séu lægri en þau tekjumörk sem félagsmálastofnunin (Almannamálaráðið) ákvarðar ár hvert geta fengið niðurgreidda vistun að öllu leyti eða að hluta á dagvistarstofnunum sveitarfélaganna.

Ef þið foreldrarnir eruð í sambúð og barnið er búsett hjá ykkur ræðst af samanlögðum tekjum ykkar hvort þið fáið niðurgreiðslur.

Ef þú býrð ein/n með barninu byggir ákvörðunin aðeins á tekjum þínum. Ef þú ert í sambúð með aðila sem ekki er foreldri barnsins byggja niðurgreiðslurnar á samanlögðum tekjum ykkar beggja.

 

Hvar get ég nálgast umsóknareyðublöð?

Umsóknareyðublað vegna niðurgreiðslu á dagvistun má fá hjá sveitarfélögum og umsóknina skal senda því sveitarfélagi sem barnið er búsett í.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna