Norskur örorkulífeyrir

Elderly people dancing

Elderly people dancing

Ljósmyndari
Yadid Levy/norden.org
Hér má lesa um reglur sem gilda um norskan örorkulífeyri. Reglurnar eru mismunandi í norrænu löndunum.

Örorkulífeyrir á að bæta tekjumissi af völdum ólæknandi sjúkdóms eða meiðsla. Starfsgeta þín hefur áhrif á hvort þú færð 100% örorkulífeyri eða þrepaskiptan (hlutfallslegan) örorkulífeyri.

Átt þú rétt á norskum örorkulífeyri?  

Meginreglan er sú að þú þurfir að uppfylla eftirfarandi skilyrði til þess að eiga rétt á örorkulífeyri í Noregi:

 • Þú er á aldrinum 18-67 ára.
 • Þú er búin/n að vera almannatryggð/ur síðustu þrjú ár áður en þú veiktist. Einstaklingar sem hafa búið/starfað í öðru EES-landi geta átt rétt á því að leggja saman tryggingartímabil sín í fleiri en einu landi samkvæmt reglum EES-samningsins um almannatryggingar. Þá er leitað staðfestingar á tryggingartímabilum þínum frá þeim löndum sem við eiga áður en hægt er að meta hvort þau nái samanlagt þremur árum samfellt í EES-löndum áður en til örorku kom.  
 • Veikindi og/eða meiðsli verða að vera meginástæða skertrar starfsgetu þinnar.
 • Viðeigandi meðferð og starfsmiðuð úrræði skulu þá hafa átt sér stað.
 • Starfsgeta þín þarf að vera skert um að minnsta kosti 50% vegna veikinda og/eða meiðsla.

Krafist er að þú hafir fengið viðeigandi meðferð og vinnumarkaðstengt úrræði áður en þú getur fengið örorkulífeyri. Vinnumarkaðstengdu úrræði má sleppa en einungis ef ljóst er að það muni ekki þjóna neinum tilgangi.

NAV (vinnumála- og velferðarstofnunin) sér um greiðslur örorkulífeyris í Noregi.

Hvernig er örorkulífeyrir reiknaður út?

Upphæð örorkulífeyris miðast við tekjur þínar síðustu árin áður en þú varðst fyrir örorku. Ef þú ert með lágar eða engar tekjur áttu engu að síður rétt á lágmarksgreiðslu. Annað sem hefur áhrif á upphæðina er hvað þú hefur verið lengi almannatryggð/ur í Noregi. Sá tími kallast tryggingartímabil . Tryggingartímabil þitt í Noregi skiptir máli við útreikninga á norskum örorkulífeyri. Tryggingartímabil annars staðar á Norðurlöndum skipta máli ef þú uppfyllir ekki kröfuna um þriggja ára samfellt tryggingartímabil í Noregi þegar þú verður fyrir örorku.

Sérstakar reglur gilda um ungt fólk sem verður fyrir örorku en það fær hærri lágmarksgreiðslu en aðrir hópar.

Örorkulífeyrir er skattlagður eins og aðrar tekjur. NAV fær sjálfkrafa skattkort frá skattyfirvöldum.

Hvernig sækir þú um örorkulífeyri?

Ef þú býrð í Noregi

Þú getur sótt rafrænt um norskan örorkulífeyri ef þú býrð í Noregi. Ef þú býrð erlendis eða átt barn undir átján ára aldri þarftu að sækja um á eyðublaði sem þú sendir með pósti. Örorkumat þarf að liggja fyrir áður en NAV getur afgreitt umsókn þína um örorkulífeyri. Því er mikilvægt að þú hafir samband við NAV áður en þú sækir um örorkulífeyri.

Ef þú býrð annars staðar á Norðurlöndum

Ef þú býrð annars staðar á Norðurlöndum en hefur áður verið almannatryggð/ur í Noregi má vera að þú hafir áunnið þér rétt til örorkulífeyris frá Noregi. Búsetulandið sér um að koma umsókn þinni um örorkulífeyri áfram til almannatrygginga í Noregi. Hafðu samband við almannatryggingar í búsetulandinu og kannaðu hvernig þú átt að gera.

Hvað þarftu að hafa í huga þegar þú sækir um örorkulífeyri frá fleiri en einu landi?

Athugaðu að í norrænu löndunum gilda mismunandi reglur sem hafa áhrif á bótaréttindi. Þrátt fyrir að þú uppfyllir skilyrði vegna örorkulífeyris í Noregi er ekki víst að þú uppfyllir skilyrði vegna örorkulífeyris annars staðar á Norðurlöndum.

Afgreiðslutíminn er mismunandi í löndunum. Ef þig vantar að vita hvenær þú færð svar við umsókn þinni um örorku skaltu snúa þér beint til almannatrygginganna í hinu landinu. 

Áttu einhver viðbótarréttindi vegna örorkulífeyris?

Geturðu tekið með þér örorkulífeyri til annars norræns lands?

  Meginreglan er sú að þú getur tekið örorkulífeyrinn með þér til annarra EES-landa. Ekki er hægt að taka örorkustyrk for ungt fólk (ung ufør) með sér úr landi. Ef þú flytur úr landi er mikilvægt að þú kannir hvaða áhrif það hefur á örorkulífeyrinn og rétt á heilbrigðisþjónustu í Noregi og erlendis. Áður en þú flytur úr landi getur NAV lagt mat á hvaða bætur þú getur tekið með þér.

  Áttu rétt á örorkulífeyri meðfram því að stunda vinnu?

   Þú mátt vinna eins mikið og þú getur þegar þú færð örorkulífeyri. Það borgar sig að vinna vegna þess að örorkulífeyrir og launatekjur eru hærri en örorkulífeyrir einn og sér.

   Hvað verður um örorkulífeyri við andlát?

   Norskur örorkulífeyrir fellur niður við andlát.

   Hvar áttu að greiða skatta af norskum örorkulífeyri ef þú býrð erlendis?

   Nánari upplýsingar um skattlagningu lífeyris og örorkubóta á Norðurlöndum er að finna á norrænu vefgáttinni Nordisk eTax.

   Hvar geturðu fengið svör við spurningum?

   Hafðu samband við NAV ef þú ert með spurningar um örorkulífeyri. 

   Hafðu samband við yfirvöld
   Spurning til Info Norden

   Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

   ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

   Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
   Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna