Ökuskírteini í Svíþjóð

Kørekort i Sverige
Hér er að finna upplýsingar um viðurkenningu og gildi erlends ökuskírteinis í Svíþjóð

Ef einstaklingur flytur til Svíþjóðar

Gild ökuskírteini í Svíþjóð

Ökuskírteini sem gefin eru út í Danmörku, Finnlandi, á Íslandi eða í Noregi eru gild í Svíþjóð ef:

  • ökuskírteinið er gilt í því landi sem það er gefið út í
  • ökuskírteininu hefur ekki verið skipt út fyrir sænskt ökuskírteini
  • viðkomandi hefur ekki fengið sænskt ökuskírteini sem hefur verið tekið af honum eða afturkallað.

Ökuskírteini, sem uppfyllir þessar kröfur, er gilt í Svíþjóð þó að viðkomandi sé skráður í þjóðskrá í Svíþjóð og óháð því hve lengi hann hefur verið það.

Hægt er að skipta ökuskírteini frá öðru norrænu ríki út fyrir sænskt ökuskírteini, sé ökuskírteinið gilt í Svíþjóð og viðkomandi búsettur í Svíþjóð ótímabundið.

Athugið að ökuskírteinum sem gefin eru út í Færeyjum eða á Grænlandi er ekki hægt að skipta út fyrir sænsk ökuskírteini.

Taka bílpróf

Einstaklingur getur aðeins tekið bílpróf þar sem hann er skráður í þjóðskrá.

Alþjóðlegt ökuskírteini

Almennt ökuskírteini er gilt í öllum ESB/EES-ríkjum. Einstaklingar sem dvelja utan ESB/EES-ríkja í lengri tíma, þurfa að hafa alþjóðlegt ökuskírteini. Alþjóðlegt ökuskírteini kemur ekki í staðinn fyrir almenna ökuskírteini en er sönnun þess að viðkomandi megi aka bíl. Það er því nauðsynlegt að hafa einnig almenna ökuskírteinið meðferðis.

Flutt til Svíþjóðar tímabundið

Einstaklingur sem flytur tímabundið til Svíþjóðar getur haldið almennu ökuskírteini sínu frá heimalandinu.

Flutt frá Svíþjóð

Einstaklingur sem flytur til annars norræns ríkis frá Svíþjóð, getur ekki lengur fengið nýtt ökuskírteini í Svíþjóð ef hann missir ökuskírteinið eða þarf að endurnýja það. Það kemur sér því vel að skipta um ökuskírteini og fá ökuskírteini sem gefið er út í nýja heimalandinu.

Ef reynt er að endurnýja sænska ökuskírteinið í öðru norrænu ríki þegar það er útrunnið, er nauðsynlegt að taka ökupróf í nýja heimalandinu.

Á Norðurlöndunum gilda mismunandi reglur um gildistíma ökuskírteina. Um útgáfu ökuskírteina á Norðurlöndunum gilda eftirfarandi reglur:

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna