Örorkulífeyrir á Grænlandi

Foto: Lägenheter, Sisimiut, Grönland
Ljósmyndari
Mats Bjerde
Hér er að finna upplýsingar um örorkulífeyri (førtidspension) á Grænlandi.

Átt þú rétt á grænlenskum örorkulífeyri?

Rétturinn til örorkulífeyris er háður því að umsækjandinn sé með danskan ríkisborgararétt. Þetta á þó ekki við um fólk sem heyrir undir Norrænan sáttmála um almannatryggingar eða fólk sem hefur haft fasta búsetu á Grænlandi að minnsta kosti þrjú síðustu árin áður en sótt er um. 

Rétturinn til örorkulífeyris er háður því að umsækjandi hafi fasta búsetu á Grænlandi, einhverju hinna norrænu ríkjanna eða í landi sem EES-samningurinn nær til. 

Rétturinn til örorkulífeyris er háður því að viðkomandi hafi verið búsettur þrjú ár að lágmarki á Grænlandi, í Danmörku eða Færeyjum á tímabilinu frá því hann/hún varð 15 ára og fram að þeim ellilífeyrisaldri sem gildir á hverjum tíma.

Hægt er að úrskurða einstaklingi sem er orðinn átján ára örorkulífeyri þó að hann/hún hafi ekki enn áunnið sér rétt til ellilífeyris.

Örorkulífeyrir er úrskurðaður þeim sem hafa varanlega skerta starfsorku af líkamlegum eða andlegum ástæðum.

Áður en ákvörðun er tekin um að veita einstaklingi örorkulífeyri skulu allar leiðir sem við eiga hafa verið kannaðar til þess að komast að því hvort mögulegt sé að umsækjandinn geti endurheimt starforku sína. Gerð er úttekt á stöðu umsækjandans og hugsanlega einnig endurmat. Að því loknu er hægt að taka ákvörðun út frá starfsgetu umsækjanda um það hvort honum/henni skulu úrskurðaður hæsti, miðlungs-, lægsti eða enginn örorkulífeyrir. 

Hvernig sækir þú um örorkulífeyri? 

  Ef þú átt heima á Grænlandi

  Ef þú átt heima á Grænlandi sendir þú umsókn til þess sveitarfélags sem þú átt heima í. 

  Ef þú átt heima í Danmörku eða Færeyjum

  Ef þú átt heima í Danmörku eða Færeyjum hefurðu samband við viðeigandi yfirvöld heima fyrir og fara þau með umsóknina um örorkulífeyri.

  Ef þú átt heima í Finnlandi, á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð eða á Álandseyjum

  Ef þú átt heima í öðru norrænu ríki en Grænlandi (og utan Danmerkur og Færeyja) hefurðu samband við viðeigandi stofnun í því landi sem þú átt heima.  

  Hvernig sækir þú um örorkulífeyri frá öðru norrænu ríki ef þú átt heima á Grænlandi?

  Ef þú átt heima á Grænlandi en en sækir um örorkulífeyri til annars norræns ríkis ber að hafa samband við félagsmálastofnunina, Socialstyrelsen. Þar færðu aðstoð við að sækja til viðeigandi stofnunar í því eða þeim norrænu ríkjum sem sótt er um örorkulífeyri til.

  Hverju þarftu að gæta að þegar þú sækir um örorkulífeyri frá tveimur löndum?

  Hafa ber í huga að lögin eru mismunandi í norrænu ríkjunum og þar með einnig skilyrðin sem þarf að uppfylla til þess að fá úrskurð um örorkulífeyri. 

  Er hægt að taka með sér grænlenskan örorkulífeyri til annars norræns ríkis?

  Grundvallarreglan er sú að þú getur ekki tekið með þér örorkulífeyri ef þú flytur til annars norræns ríkis.

  Ef þú flytur til annars norræns ríkis en Grænlands og utan Danmerkur og Færeyja skal hafa samband við viðeigandi stofnun í því landi sem þú flytur til.

  Sú stofnun mun liðsinna þér við að sækja um grænlenskan örorkulífeyri. 

  Ef þú flytur til Danmerkur eða Færeyja gilda lög um örorkulífeyri í Danmörku og Færeyjum. 

  Máttu vinna þegar þú færð greiddan örorkulífeyri? 

  Hægt er að stunda vinnu ásamt því að taka við örorkulífeyri.

  Einstaklingum sem fá greiddan örorkulífeyri er skylt að tilkynna sveitarfélagi eða félagsmálastofnun um breytingar á persónulegum eða fjárhagslegum högum sínum. Það getur leitt til endurmats á örorkulífeyrinum, hægt er að fella hann niður tímabundið eða varanlega. Réttur til örorkulífeyris fellur brott þegar skilyrðin eru ekki lengur fyrir hendi.

  Hvernig er örorkulífeyrir greiddur við andlát?

  Við andlát örorkulífeyrisþega greiðist örorkulífeyrir hins látna til maka hans/hennar, sé hann til staðar, í tvo mánuði frá lokum þess mánaðar sem andlátið átti sér stað.

  Hvert á að leita ef spurningar vakna?

  Félagsmálastofnunin á Grænlandi (Socialstyrelsen)

  Spurning til Info Norden

  Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

  ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

  Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
  Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna