Stéttarfélög í Danmörku

Stéttarfélög gæta hagsmuna félagsmanna á vinnustaðnum.
Eitt mikilvægasta verkefni stéttarfélaga er að fá alla vinnustaði til að undirrita kjarasamninga og taka þátt í að bæta þá jafnframt því að stuðla að lausn á launadeilum.
Upplýsingar um réttindi þín og skyldur sem launamanns veitir landssamband stéttarfélaga eða stéttarfélag sem tengist viðkomandi atvinnugrein eða fagsviði.
Félagsgjöld frádráttarbær til skatts
Félagsmenn greiða félagsgjöld til stéttarfélagsins.
Launafólk getur dregið félagsgjöld frá skatti. Þau koma oft fram á skattframtali.
Nánari upplýsingar um hlutfall félagsgjalda sem dregst frá skatti er að finna á vefnum skat.dk.
Landssambönd stéttarfélaga
Stéttarfélög mynda starfsgreinasambönd og starfsgreinasambönd mynda landssambönd starfsgreinasambanda.
Landssamböndin og aðildarfélög þeirra annast til að mynda samningaviðræður um almenn launa- og starfskjör.
Landssamböndin geta vísað þér á starfsgreinasambönd sem tengjast tilteknum atvinnugreinum eða fagsviðum.
Í Danmörku eru landssamböndin tvö: Fagforbundenes Hovedorganisation (FH) er stærsta landssambandið í Danmörku. Félagsmenn FH eru faglært og sérþjálfað launafólk á opinberum og almennum vinnumarkaði og almennt skrifstofufólk. Akademikerne eru samtök háskólamanna á opinberum og almennum vinnumarkaði.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.