Stéttarfélög á Íslandi

Hlutverk stéttarfélaga er fyrst og fremst að semja um laun og önnur starfskjör í kjarasamningum fyrir hönd félagsmanna sinna og gæta hagsmuna þeirra á vinnumarkaði.
Langflest stéttarfélög starfrækja sjóði sem gagnast félagsmönnum, s.s sjúkrasjóði í veikindum, orlofssjóði og fræðslusjóði. Þá bjóða stéttarfélög félagsmönnum sínum upp á lögfræðiþjónustu vegna m.a. ágreinings við atvinnurekendur.
Nær allt launafólk á Íslandi er félagsmenn í stéttafélögum en þó er heimilt að standa utan stéttarfélaga en þeim sem það kjósa er eftir sem áður skylt að vinna eftir lögbundnum kjarasamningum og greiða til stéttarfélaganna.
Stéttarfélög mynda flest með sér stærri sambönd eftir atvinnugreinum og landshlutum. Þessi stéttarfélagasambönd eru í einhverju af fjórum heildarsamtökum launafólks: ASÍ, BSRB, BHM og KÍ. Einnig stendur nokkur fjöldi stéttarfélaga utan þessara bandalaga.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.