Atvinnulíf á Norðurlöndum

Erhvervsbygning med mennesker
Ljósmyndari
iStock
Í norrænu samstarfi er leitast við að styðja við þróun atvinnulífsins og samkeppnishæfni. Verkefni sem tengjast grænum tæknilegum og stafrænum umskiptum eru í brennidepli ásamt hinu vaxandi lífhagkerfi.

Ný fyrirtæki​

Frumkvöðlastarf og þróun lítilla og meðalstórra fyrirtækja er megindrifkraftur hagvaxtar og atvinnusköpunar. Noregur og Ísland skera sig úr en þar hefur nýjum fyrirtækjum fjölgað mest á undanförnum tíu árum. Á öllum Norðurlöndunum má greina árstíðabundna sveiflu.

Ný fyrirtæki

Erlendar fjárfestingar​

FDI (erlendar fjárfestingar) snúast ekki eingöngu um fjármagnsstreymi erlendis frá heldur einnig aðgang að tækni, þekkingu, færni og verkkunnáttu. Þær eru mikilvæg uppspretta fjármagns fyrir efnahagsþróun í löndum. Árið 2021 var innstreymi fjárfestinga nokkuð meira í Svíþjóð en í hinum Norðurlöndunum miðað við verga þjóðarframleiðslu.

Beinar erlendar fjárfestingar (inn á við) 2021

Ferðaþjónusta​

Í tölfræði um ferðaþjónustu er að finna tölur um laus gistirými og gistinætur í hverju landi. Ferðaþjónustan hefur verið í miklum vexti á öllum Norðurlöndunum, einkum á Íslandi þar sem orðið hefur alger sprenging á síðustu árum. Heimsfaraldurinn hafði augljós áhrif í öllum löndunum.​

Gistinætur

Frekari upplýsingar um atvinnulíf á Norðurlöndum

Í Norræna tölfræðigagnagrunninum um atvinnulíf er að finna tölfræðigögn um ferðaþjónustu, samgöngur og skipulag fyrirtækja.

Hjá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni er að finna greiningar og upplýsingar um frumkvöðlastarf, nýsköpun og samkeppnishæfni norrænna fyrirtækja.

Í State of the Nordic Region má finna greiningar, tölur og tölfræðigögn um samfélög Norðurlanda út frá norrænu sjónarhorni.​

Frekari upplýsingar um atvinnulíf á Norðurlöndum er að finna hér