Niðurstöður atkvæðagreiðslna frá þemaþingi Norðurlandaráðs 2019

Hér má finna niðurstöður atkvæðagreiðslna frá þemaþingi Norðurlandaráðs 2019 í Kaupmannahöfn

Nefndarálit um þingmannatillögu um fjárveitingu vegna starfsemi Norrænnar kvikmyndanefndar (A 1751/tillväxt), Fyrirvari

Þingmenn samþykktu fyrirvarann þar sem 29 atkvæði voru greidd með fyrirvaranum og 28 atkvæði voru greidd með tillögu nefndarinnar, enginn sat hjá.

Tilmæli Norrænu hagvaxtar- og þróunarnefndarinnar varðandi Nefndarálit um þingmannatillögu um fjárveitingu vegna starfsemi Norrænnar kvikmyndanefndar (A 1751/tillväxt) voru samþykkt.

 

Nefndarálit um þingmannatillögu um að hrinda af stokkunum norrænu tónlistarverkefni – Spil Nordisk (A 1777/kultur)

Þingmenn studdu nefndarálitið með 51 atkvæði gegn einu. Enginn sat hjá.

Tilmæli Norrænu þekkingar- og menningarnefndarinar varðandi nefndarálit um þingmannatillögu um að hrinda af stokkunum norrænu tónlistarverkefni – Spil Nordisk (A 1777/kultur) voru samþykkt.

 

Nefndarálit um þingmannatillögu um að vísa ekki fólki úr landi til landa þar sem öryggi þess og réttindum er ógnað (A 1787/välfärd)

Þingmenn samþykktu tillögu nefndarinnar með 39 atkvæðum gegn 15 og enginn sat hjá.

Tilmæli Norrænu velferðarnefndarinnar varðandi nefndarálit um þingmannatillögu um að vísa ekki fólki úr landi til landa þar sem öryggi þess og réttindum er ógnað (A 1787/välfärd) voru samþykkt.

 

Nefndarálit um þingmannatillögu um að heimila jaðarkynverundarhópum að gefa blóð (A 1788/välfärd),

Þingmenn samþykktu tillögu nefndarinnar með 43 atkvæðum gegn 9, 3 sátu hjá.

Tilmæli Norrænu velferðarnefndarinnar varðandi nefndarálit um þingmannatillögu um að heimila jaðarkynverundarhópum að gefa blóð (A 1788/välfärd) voru samþykkt.