Kallað eftir samstarfsverkefnum milli Norðurlanda og Québec

02.11.18 | Fréttir
Möjlighet att söka stöd för projekt kring samarbete mellan Norden och Quebec.
Ljósmyndari
Benjamin Suomela
Eruð þið tveir eða fleiri aðilar á Norðurlöndum sem hafið hug á að vinna verkefni í samstarfi við Québec á sviðum menningar, félagsmála, rannsókna eða nýsköpunar? Þá eru í boði styrkir sem stjórnvöld í Québec og Norræna ráðherranefndin veita til samstarfsaðila og -verkefna á sviði menningar, félagsmála, rannsókna og nýsköpunar. Tekið er við umsóknum fram til 17. desember 2018.

Í áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf við nágranna Norðurlanda í vestri er kveðið á um samstarf við stjórnvöld í Québec.

Stjórnvöld í Québec og Norræna ráðherranefndin undirrituðu þann 27. febrúar 2015 viljayfirlýsingu þar sem markmiðið er að auka þekkingu íbúanna á umræddum svæðum og koma á markvissu samstarfi milli aðila í Québec og á Norðurlöndum.

Við gildistöku samstarfssamningsins náðist gagnkvæmt samkomulag um að stofna sjóð til styrktar samstarfi milli Québec og Norðurlanda á sviðum menningar, félagsmála, rannsókna og nýsköpunar.