Kallað eftir samstarfsverkefnum milli Norðurlanda og Québec

Í áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf við nágranna Norðurlanda í vestri er kveðið á um samstarf við stjórnvöld í Québec.
Stjórnvöld í Québec og Norræna ráðherranefndin undirrituðu þann 27. febrúar 2015 viljayfirlýsingu þar sem markmiðið er að auka þekkingu íbúanna á umræddum svæðum og koma á markvissu samstarfi milli aðila í Québec og á Norðurlöndum.
Við gildistöku samstarfssamningsins náðist gagnkvæmt samkomulag um að stofna sjóð til styrktar samstarfi milli Québec og Norðurlanda á sviðum menningar, félagsmála, rannsókna og nýsköpunar.