Viljayfirlýsing um samstarf

28.02.15 | Fréttir
Til að leggja áherslu á áhugann á samstarfi hafa Philippe Couillard, forsætisráðherra Québec-fylkis í Kanada, og Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, skrifað undir viljayfirlýsingu um að halda áfram og efla samstarf sitt.

Það gerðu þeir í lok ráðstefnunnar Northern Development þar sem vísindamenn, sérfræðingar og stjórnmálamenn frá Kanada og Norðurlöndum komu saman til að skiptast á þekkingu og reynslu á sviði menntunar, græns hagvaxtar og samfélagsþróunar almennt.

Meðal ræðumanna á ráðstefnunni var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem lagði áherslu á mikilvægi samstarfs þessara svæða á norðurslóðum.

- Það er ekki síst umfang ráðstefnunnar sem hefur vakið hrifningu, segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Um 450 manns tóku þar þátt í á fjórða tug námsstefna. Og svo auðvitað greinilegur áhugi á að halda áfram samskiptunum.