Karen Ellemann norrænn samstarfsráðherra Danmerkur
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Karen Ellemann (V) hefur verið valin til að gegna embætti jafnréttisráðherra og norræns samstarfsráðherra Danmerkur. Ellemann hefur verið virk á vettvangi norræns samstarfs um árabil, meðal annars sem norrænn samstarfsráðherra (2010 til 2011), þingmaður í Norðurlandaráði og formaður Sambands Norrænu félaganna.
Hún hefur beitt sér fyrir öflugra norrænu samstarfi með auknu pólitísku gildi. Meðal annars sat hún í starfshópi sem sendi frá sér tíu tillögur um endurnýjun norræns samstarfs árið 2014.
Árið áður vakti Ellemann líflegar umræður á þingi Norðurlandaráðs með eldfimum pistli í danska dagblaðinu Berlingske, þar sem hún skrifaði að leggja ætti niður bæði Norðurlandaráð, samstarfsvettvang norrænna þingmanna, og Norrænu ráðherranefndina, opinberan samstarfsvettvang norrænu ríkisstjórnanna.
„Norðurlandaráð og ráðherranefndin eru orðin að kostnaðarsömum og afkastalitlum kaffiklúbbum,“ sagði Karen Ellemann í pistlinum, og lagði áherslu á að þessar fullyrðingar byggðu á áralöngu starfi af heilindum á vettvangi norræns samstarfs.