Nýr forstjóri Norræna hússins í Reykjavík

01.10.18 | Fréttir
Sabina Westerholm

Sabina Westerholm

Photographer
norden.org
Sabina Westerholm frá Finnlandi verður nýr forstjóri Norræna hússins í Reykjavík. Hún tekur til starfa í janúar 2019 og stefnir að því að þróa frekar starfsemina fyrir börn og ungmenni.

– Það verður mjög áhugavert að taka við stöðu forstjóra í Norræna húsinu í Reykjavík. Aðstaðan í húsinu gefur okkur kjörið tækifæri til að vera norrænn tengiflötur á Íslandi. Í stuttu máli á Norræna húsið að halda áfram að vera sjálfsagður samstarfsaðili norrænna verkefna á Íslandi, bæði hvað snertir innlenda aðila og norræna, segir Sabina Westerholm í tilkynningu.

Ég vil að Norræna húsið sé vettvangur umræðna um málefni sem eru efst á baugi í norrænu tilliti. Mitt markmið er að koma á fót verkefnaheildum um þemu og þvert á listgreinar auk hágæða dagskrár fyrir börn og ungmenni.

Sabina Westerholm

Sabina Westerholm var áður framkvæmdastjóri í Stiftelsen Pro Artibus sem hefur að markmiði að styðja myndlist á svæðum í Finnlandi þar sem töluð er sænska. Hún hefur leitast við að spegla finnska list í alþjóðlegri list og staðið fyrir ýmsum norrænum verkefnum um listir á ferli sínum. Hún gegnir trúnaðarstörfum fyrir Hanaholmen og Frame Contemporary Art Finland. Sabina Westerholm hlakkar til að takast á við að þróa starfsemina í Reykjavík frekar:

– Ég vil að Norræna húsið sé vettvangur umræðna um málefni sem eru efst á baugi í norrænu tilliti. Mitt markmið er að koma á fót verkefnaheildum um þemu og þvert á listgreinar auk hágæða dagskrár fyrir börn og ungmenni.

Sabina Westerholm tekur við forstjórastöðunni af Mikkel Harder Munck-Hansen sem lætur af störfum eftir fjögurra ára starf. 

Um Norræna húsið í Reykjavík

Norræna húsinu í Reykjavík er ætlað að efla norrænt samstarf og norræna samkennd. Stofnunin á að vera norræn menningar- og þekkingarmiðstöð, skapandi fundarstaður og hlekkur milli Íslands og annarra norrænna landa. Alvar Aalto arkítekt hannaði Norræna húsið..

Contact information