Katrín Jakobsdóttir kynnir tilnefningar til umhverfisverðlaunanna 2018

06.09.18 | Fréttir
Katrín Jakobsdóttir
Ljósmyndari
Pressphotos.biz/Geirix
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, tilkynnir 7. september tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018 á samfélagshátíðinni LÝSU sem haldin er á Akureyri 7.-8. september.

Kynningin verður í menningarhúsinu Hofi 7. september klukkan 11.15-12.00 og verða tilnefningarnar tilkynntar samtímis á www.norden.org.

Lífið í hafinu

Í ár var þema Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs verndun lífsins í hafinu. Norræna dómnefndin hyggst verðlauna verkefni sem styðja sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030 en 14. markmiðið tekur sérstaklega til lífsins í hafinu.

Fulltrúar íslenska verkefnisins sem er tilnefnt verða á Akureyri 7. september og munu kynna verkefni sín og áherslur.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru nú veitt í 24. sinn og verður vinningshafinn tilkynntur 30. október 2018 á þingi Norðurlandaráðs í Ósló. Verðlaunin nema 350 þúsund danskra króna.

Í fyrra hlaut RePack frá Finnlandi umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir margnota umbúðir og skilakerfi fyrir vefverslanir.

Norrænar samfélagshátíðir

LÝSA er haldið að norrænni fyrirmynd og fara svipaðar samfélagshátíðir fram á hverju sumri á hinum Norðurlöndunum. Tilnefningar til umhverfisverðlaunanna voru kynntar á Folkemødet á Borgundarhólmi árið 2017.

Tengiliðir

Verkefnisstjóri Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Kristín Ingvarsdóttir

kristini@nordichouse.is

Mobil: +354 894-0626