Dag O. Hessen, prófessor í líffræði við Óslóarháskóla og forstöðumaður Centre for Biogeochemistry in the Anthropocene (CBA) – Noregur

Dag O. Hessen
Photographer
Therese Sophie Aasen
Þegar rannsóknir og góð miðlun fara saman.

Dag O. Hessen er tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020.

Hessen er vísindamaður með einstaka hæfileika til að miðla. Milt og fordómalaust yfirbragð gerir hann vinsælan bæði meðal barna og fullorðinna og að þekktu andliti í sjónvarpi. Áhugi hans beinist að því hvernig líffræði, umhverfi og heimspeki koma saman og samnefnari alls hans starfs eru vísindaleg rök fyrir varðveislu margbreytileika náttúrunnar ásamt áherslu á framlag náttúrunnar til lýðheilsu og lífsgleði almennt.

Í daglegum störfum sínum á CBA rannsakar Hessen tengsl milli loftslags- og vistkerfisferla. Rannsóknir hans eru afar viðurkenndar, gefnar út alþjóðlega og hann hefur unnið til mikils fjölda verðlauna. Einn meginþátturinn í rannsóknum Hessen er að sýna fram á hvernig mismunandi starfsemi í vistkerfum skipta sköpum fyrir bindingu koltvísýrings og þar með loftslagsþróun. Að mati Hessen er þetta mikilvægur þáttur sem þó vill oft gleymast í umræðunni um náttúruvernd og varðveislu vistkerfa.

Í stuttu máli er framlag Dags O. Hessen til náttúru og margbreytileika, bæði með rannsóknum, miðlun og ritstörfum alveg sérstakt.

Maðurinn er líka náttúra og afstöðu okkar til (annarrar) náttúru ber að miklu leyti að skilja í ljósi þess.

Dag O. Hessen