Green IQ

Green IQ
Photographer
Green IQ
Tvöfalt kerfi kjölvatnsskilju og seyruhreinsunar fyrir skip.

Færeyska fyrirtækið Green IQ hefur þróað áhrifaríka og örugga lausn, GreenArc, til að skilja olíu úr vatni í skipum. GreenArc hreinsar olíu úr frárennslisvatni án þess að nota kemísk efni eða síur. Þetta dregur úr orkunotkun og kostnaði við hreinsun og einnig úr þeirri freistingu að veita menguðu vatni í sjóinn. Aðferðir Green IQ eru vottaðar af DNV-GL og einkaleyfisverndaðar í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og víðar. GreenArc er nú í notkun um borð í 30 skipum, hefur verið pantað í fleiri og greinilegt að útgerðir sjá sér hag í notkun þess. Einnig er mögulegt að yfirfæra það til notkunar í höfnum og fiskeldi. Green IQ er gott dæmi um hvernig lítið norrænt fyrirtæki getur lagt sitt af mörkum til lausnar eins umfangsmesta umhverfisvanda heims.

Meiri upplýsingar